Sjómaðurinn - 01.08.1941, Síða 9
SjÓMjabjutdjm.
3. tbl. Júní—ágúst lúkl. 3. árg.
Greinar og auglýsingar, sem birtast
eiga i blaðinu, skulu sendar til:
Sjómaðurinn, Box 285, Rvík.
„Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna —
sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls.“
Einar Benediktsson.
O TARF SJÓMANNANNA gefnr þeim ekki murg tækifæri til að hafa afskipti af stjórnmálum.
Þeir hugsa þó um þau og þau skipta þá, rétt eins og aðra menn. Nýlega hafa þeir merkis-
atburðir gerzt í sögu þjóðarinnar, sem snerta sjómennina eins og aðra þegna þjóðfélags-
ins, enda eiga þeir að hafa viðtækari áhrif á framtíð þjóðarinnar en flestir aðrir í sögu hennar.
Seytjándi júní 19M mun löngum verða talinn einhver mesti merlcisdagur í sögu íslenzku
þjóðarinnar. Þann dag var fyrsta sinni kosinn æðsti valdsmaður landsins.Þann dag fékkst ein mik-
ilvirkasta staðfestingin fyrir þvi, að íslenzka þjóðin er frjáls og sjálfstæð. 17. júní hafði áður
mikla þýðingu fyrir íslenzku þjóðina, því að hann var afmælisdagur Jóns Sigurðssonar forseta,
en nú margfaldaðist gildi hans við þennan eftirminnilega atburð. — Helgi og liátíðleiki ríkti
þennan dag, þegar ríkisstjóri var kosinn, og það er víst, að frá brjóstum tugþúsundanna, sem
hlustuðu á það, sem fram fór, stigu þögular bænir um að þjóðinni mætli vegna vel á hinni nýju
braut. Öllum var Ijóst, hve þýðingarmikið skref var verið að stiga og menn fundu, að nú var
ný öld að hefjast. — Þessi nýja öld á mikil hlutverk að vinna. Nú eigum vér að sýna heimin-
um það, að vér kunnum að vera fullkomlega sjálfstæð þjóð, getum séð oss farborða á öllum svið-
um og viljum vera menningarþjóð í bezta skilningi þess orðs. Ef ekki vantar þrek og áræði get-
um vér þetta allt. En til þess að geta það, þurfum vér að skilja þegnrétt vorn rétt, lífsstarf vort
verður að verða hluti af oss sjálfum og líf þjóðarheildarinnar eigið líf vort. Ef oss tekst að eign-
ast kraft og þrek til átakanna, þá á íslenzka þjóðin bjarta framtíð fram undan, þá verður hún
ein af fyrirmyndarþjóðum heimsins, — ef ekki töpum vér því, sem vér höfum aflað oss og þá
sannast það, að vér höfum ekki rétt á þvi að teljast sjálfstæðir og frjálsir.
Það má segja, að sjómanastéttin sé í yztu viglínu fyrir þjóð vora. Þess vegna verður að búa
svo vel að henni sem kostur er á. Á þetta hefir þó viljað bresta og sýndi það meðal annars af-
greiðsla sjómannaskólamálsins á siðasta Alþingi. Skal ekki fjölyrt um það hér, enda verður mál-
inu haldið áfram. Eins og skýrt er frá á öðrum stað var samþykkt að skipa nefnd til að undir-
búa skólamálið til næsta þings og hefir nefndin nú verið skipuð. Friðrik Ólafsson, skólastjóri
stýrimannaskólans, er formaður nefndarinnar, en auk hans eru í nefndinni Jessen, skólastjóri vél-
skólans, Sigurjón Á. Ólafsson, fulltrúi Alþýðusambandsins, Ásgeir Sigurðsson og Þorsteinn Árna-
son, fulltrúar Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Guðjón Samúelsson, húsameistari rík-
isins og Ilafsteinn Bergþórsson, fulltrúi Landssambands íslenzkra útvegsmanna.