Sjómaðurinn - 01.08.1941, Qupperneq 12

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Qupperneq 12
4 SJÓMAÐURINN Sjómannaskólinn í Osló, byggður 1918. 1854 fór Torfi Halldórsson skipstjóri að kenna á Flateyri og á ísafirði og sóttu nám lijá honum all- margir. Þá fór merkisbóndinn Einar Ásmunds- son í Nesi að kenna sjómannafræði um líkt leyti. Hér sunnanlands kenndi Hannes Hafliðason all- mörgum og hefi eg séð hann getið bréfum Jóns Sigurðssonar. — Eins og gefur að skilja var mjög mikil þörf fyrir sjómannafræðslu. Áraskipin voru að leggjasl niður og skúturnar að koma í staðinn. Gömlu áraskipaformennirnir hyggðu allt á hyggju- viti sínu, sem oft reyndist gott á litlu skipunum, en kom ekki, nema að litlu leyti að haldi, á þilskip- unum og íslendingar sótlu mjög ört fram i sigl- ingamálunum. Hygg eg jafnvel, að þar hafi fram- sókn þeirra orðið einna hröðust, þó að hún liafi víða orðið Iiröð á síðustu hundrað :árum og þó að styttri tími sé tekinn. Sjómannaskólinn var því allt of seint stofnaður. Það var þá eins og núna of mikil tregða. Þá var málið dregið of mikið á langinn og eins og nú með nýja skólann. Hann hefði þurft að vera kominn fyrir allmörgum ár- um.“ — Starf yðar hefir oft reynst erfitt. „Já, ekki er hægt að neita því. Eg var önnum kafinn myrkranna :á milli, því að kennaraliðið var fámennt og allt þurfti að spara, en eg verð þó aö segja það, að þegar nemendur höfðu áhuga, þá var kennslan leikur og raunar hrein nautn, en oft kvöl, þegar þeir voru ekki góðir. Eg vil þó segja það, þegar eg lit yfir öll þessi ár og allan þann mikla hóp, sem eg liefi afhent prófskírteini, að það er fríður hópur, og það er ekkert skrum, þeg- af eg segi það, að eg er sannfærður um, að engin þjóð í heimi á eins glæsilega sjómannastétt og við Islendingar. Þar er mikið mannval og því her að húa vel að henni. Þvi hetur sem við húum að sjó- mannastéttinni, þvi meiri verður velgengni allrar þjóðarinnar — hamingja hennar.“ Páll Halldórsson er enn fullur af lifsfjöri og starfslöngun. Hann varð að hætta skólastjórn vegna heyrnarleysis. Það er það eina sem þjáir hann. Nú ræktar hann jörðina austur við Þing- vallavatn, en við og við skreppur liann til Reykja- víkur til að vinna að mælingum og útreikningum. Stofuhorðið lians og skrifboðið eru bæði þakiu mælitækjuin og töfl.ur og teikningar liggja á víð og dreif. Hann hefir lagt rnargar leiðir um ís- lenzk mið - og stælt vilja og áræði þeirra, sem skaj)að Iiafa frægð íslenzkrar sjómannastéttar á undanförnum áratugum. Hann lýkur samtali sínu með þessum orðum: „Og svo hið eg Sjómanninn að færa öllum strák. unum mínum kveðju mína og hamingjuóskir.“ Löggjöf um lögverndað orlof verkamanna og sjómanna. Snennna á þinginu í vetur fluttu fulltrúar Al- þýðuflokksins tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að undirhúa löggjöf um or- lof verkamanna og sjómanna. Skyldi þriggja manna nefnd vinna að málinu, samkvæmt til- nefningu frá Alþýðusamhandi Islands, frá Vinnu- veitendafélagi Islands og einn án sérstakrar lil- neíningar. Nefndin álli að athuga möguleika fyrir samvinnu við Ferðafélag Islands, eigendur sumar- og vetrargististaða, sérleyfishafa fólks- flutninga á landi og skipafélög, um ódýra og hentuga dvöl verkamanna og sjómanna og skylduliðs þeirra og fyrirgreiðslu á flutningum, hvorttveggja jafnt miðað við vetur og sumar. Nefndin álti að hal'a lokið slörfum fyrir næsta Alþingi. Tillögunni fylgdi ýtarleg greinargerð. Tillagan kom til umræðu 22. apríl og var vísað til alls- herjarnefndar sameinaðs alþingis með 25 atkv. 24. maí skilaöi nefndin áliti og breytti tillög- unni að formi til allverulega, þar sem milliþinga- nefndin er felld niður. Tillaga sú, sem samþykkt var 14. júní síðastl. er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leita tillagna verkalýðs- og vinnuveitendasamtak- anna, svo og Búnaðarfélags íslands og Fiskifé- lags íslands, um undirbúning löggjafar um or- lof vinnandi fólks í landinu til sjávar og sveila, Frh. á bls. 24.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.