Sjómaðurinn - 01.08.1941, Síða 16

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Síða 16
8 S JÓMAÐURINN (r Pétur Sigurðsson: Sjómannasöngur. Nú skal ýta úr vör, hefja harðsnúna för, hvort sem hreppum við blítt eða stórhríðarbyl, £?efa orku og blóð fyrir ættjörð og þjóð. Það skal auka vorn dug þetta lífshættuspil. Ekki hrellir oss sær, það er heimur vor kær, þar sem hlær við oss bárunnar drifhvíta traf. Það skal auka vorn mátt þegar aldan rís hátt. Það er yndi hvers sjómanns hið stormvakta haf. Sækir fullhugalið út á fengsælust mið, klýfur freyðandi ölduskafl borðfögur súð. Ekki stendur á byr, eða’ um straumana spyr þar sem stálbúin gnoð siglir vélorku knúð, Hvort sem ljósgeislans staf yfir hauður og haf bregður hækkandi sól og hið nóttlausa vor, eða myrk eins og gröf ógna helþrungin höf, yfir hættunnar stærð gnæfir sjómannsins þor. JS

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.