Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 17

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 17
SJÓMAÐURINN 9 að koma manni á fleka, þá skaltu ekki reyna það af flekanum. Og til þess aS koma .Tack upp á flek ann, varð ég að fleygja mér út Ivisvar sinnum. Þegar ég var að koma mér upp á flekann á eftir, sagði Jack litli skjálfandi af kulda: — Herra Davis! Herra Davis . .. . ! — Hvað er að? spurði ég og liélt, að hann vissi einhversstaðar af félaga sínum, sem ég ætli að ná í. - Herra Davis! Ég þakka yður hjartanlega fyr- ir hjáJpjina. Það var ekki liægl að segja, að flekinn væri við- kunnanleg flevla, því að alltaf skoluðust öldurnar yfir hann og upp á milli rimlanna. Það var líka hætt við þvi, að okkur skolaði útbyrðis og um nóttina urðum við að liggja ofan á Jack, svo að við misstum hann ekki út. Þótt þetta væri óþægi- legt fyrir hann, þá hafði hann samt ofurlítið skjól af okkur fyrir næðingnum. Við höfðum ofurlítið af matvælum. á flekanum, niðursoðna mjólk, kexkökur og vatn. En hefirðu nokkurntíma reynt að opna mjólkurdós með ann- arri hendi, sitjandi á fleka úti i miðu Atlantzhafí, liossandi á tuttugu fela háum öldum. Rkki var óhætt að leggja neitt frá sér af ótta við, að þaö skolaðist strax i sjóinn. Á þann hátt misstum við eina mjólkurdósina af fjórum. Að loknum „máltíðuin“ okkar röbbuðum. við saman. Það er ekki margt, sem hægt er að hjala um á fleka úli í Atlantzhafi. Reyndar er ekki nema eitt umræðuefni til, þegar svo stendur á og um það þora menn ekki að lala. En .Tack litli var hvergi myrkur í máli og kom oft með spurning- ar, sem erfitt var að svara. — Segið mér, spurði hann, — hvert erum við að fara? Ég henti og sagði: - Við förum. sennilega þessa leið. Við berumst undan vindinum. — Veit ég það, sagði hann. — En hvert förum við? Erum við að fara til Ameríku, eða erum við að fara til Englands aftur? Nei, það er eldci margt, sem hægt er að tala um, og j)að er ekki heldur margt, sem hægl er að gera. Á hálftíma fresti urðum við að hagræða okkur til, svo að við færum ekki út af flekanum. Þegar lieit- asl var um daginn reyndum við .Tack að skem.mta okkur við það, að gefa mávunum kexmola. Svo fór .Tack að sofa, en ég horfði út i sjóndeildar- hringinn og reyndi að koma auga á reyk úr skipi. En þar var ekkert skip. Og ekki heldur annar fleki. Þetta var leiðinlegur dagur, en .Tack kvart- aði aldrei. Til þess að reyna að hfiJda á pkkur hita, beygð- um við handleggi og fætur og réttum úr þeim á víxl. Við fettum okkur og brettum, til þess að forðast kuldakrampa. Við nudduðum Jack. Þvi meiri hreyfing, því minna hugsuðuni við. lín þeg- ar vonin fór að þverra, sótti að okkur kulda, sem jafnvel sólin gat ekki þítt. Við létum. okkur á sama standa um allt, lágum skjálfandi og létum okkur dreyma. Vélamaðurinn hlýtur að hafa fallið i yfirlið. Það har svo bráðan að, að ég vissi ekki fyr en allt var búið. Jack lmippti í mig. Sjáðu Iiann, hrópaði liann. — Sjáðu hann. Eg sneri mér við í skyndi og sá, að vélamaður- inn var að renna úl af flekanum. I"Jf hann hefði farið út, efast ég um, að við hefðuin náð honum upp aftur. Smám saman tókst okkur að draga liann upp á flekann aftur og .Tack lá ekki á liði sínu. Við komum honum til sjálfs sin aftur og nú bundum við okkur ofan á flekann. Þessi atburður losaði um málbeinið á .Tack litla. Hann lét móðan mása um hitt og þetta. Um sólsetur var kominn mikill stormur. Engir mávar sáusl lengur á sveimi. Og það var að versna í sjóinn. Við gátum ált von á liríð .... Þegar herskipið sá okkur og blés í eimflautuna, hirti ég ekki um það. Ég liafði svo oft heyrt „eim- pípublástur“, sem var ekki annað en öldugjálfur, að ég hélt, að þetta væri sams konar. En vélamaðurinn settisl upp. Og þá skildist mér, að ef tveir menn heyrðu sama hljóðið, gæli skeð .... Það leið á löngu áður en við komum upp á svo háa öldu, að við gætum svipast um. Þá sáum við skipið, og það sneri að okkur skutnum! Við æpt- um og hljóðuðum, en auðvitað heyrðu þeir ekki til okkar. Við vissum ekki, að þeir höfðu þegar séð okkur, og voru nú að leita að skipsflalíinu. Allt í einu sneri skipið við og sigldi til okkar fulla ferð. Við urðum strax rólegir, og okkur var ekki kalt lengur. Skipið kom til okkar, reipi var kastað, það lenti i andlitinu á mér og við náðum þvi. Við reislum nú .Tack litla á fætur. Hann gat ekki slaðið, en alda lyfti flekanum upp á móts við borðstokkinn og þeir gátu gripið hann. Þá fór flekinn allt i einu á bliðina og ég og vélamaður- inn fórum í sjóinn. Það er erfiðara að komast um borð en frá borði i ósjó. Við vorum bornir ofan í vélarúm, þar sem við

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.