Sjómaðurinn - 01.08.1941, Side 21
SJÓMAÐURINN
13
rúmlega hæð mín, og ég studdi handleggjunum við
gluggakarmana og fótunum í vegginn hinum meg-
in. — Það hefir ekki getað liðið á löngu frá þvi
áreksturinn varð og þangað til skipið sökk. Ég var
rétt húinn að koma mér þannig fyrir við hurðina,
þegar skipið tók að sökkva. Þegar Sea Prince var
komin undir yfirborðið, varð ógurlegur þrýsting-
ur á hurðina. Ég liélt að hryggurinn í mér mundi
þá og þegar brotna, og ég varð að taka á því, sem
ég álti lil, svo að ég gæti haldið hurðinni aftur.
En j)að tókst, því að ég vissi, að um lif eða dauða
var að ræða.
Bráðlega brotnaði litli glugginn á stýrishúsinu
og sjórinn fór að seitla þar inn, unz vatnið að lok-
um náði mér i höku.
Ekki liafði sjórinn fyr lokast yfir stýrishúsið á
dráttarhátnum, en hann fór að velta. Fyrst valt
hann á bakhorða, því næst stóð hann upp á end-
ann, en að lokum rétt hann sig við aftur.
Það er ekki hægt að lýsa því, hvernig mér var
í skapi, meðan á þessu stóð. Ég hafði staðið upp
við dyrnar og sjórinn náði mér í háls. En svo fór
skipið að velta. Andartak stóð ég á höfði, en
skömmu seinna var ég aftur kominn á fætin’iia.
Það var liræðileg stund.
Þegar skipið komst á kjöl aftur, lilýtur það að
hafa færst nær yfirhorðinu,því að ég sá Ijósglætu,
þegar ég leit út um. hrostinn gluggann.
Svo heyrði ég hræðilegan hávaða. Ég vissi, að
Sea Prince hafði oltið undir Graystoke Castle og
var að molast undir kili skipsins. Rétt áður en
dráttarbátnum hvolfdi aftur, gat ég náð svolitlu
lofli ofan i lungun.
Sea Prince vall nú þarna eins og tunna og alltaf
lá hann undir kili gufuskipsins. Aðra stundina stóð
ég á fótunum inni í stýrishúsinu, hina stundina
stóð ég á höfði. í hvert skipti, sem skipið rétti sig
við, gat ég náð loft í lungun, og það hjargaði áreið-
anlega lífi mínu.
Sea Prince fór fimm veltur. Ég var viss um það,
því að í livert skipti, sem. hann komst á kjölinn,
sá ég hirta yfir, og var mikill munur á því, sam-
anborið við dimmu djúpsins. En ei að siður var
dráttarháturinn undir gufuskipinu i fimm mín-
útur.
Sea Prince kom. upp á yfirborðið aftur hinum
megiu við Graystoke Castle, beint lit af brúnni, og
um leið og dráttarbáturinn kom upp á yfirborðið
þreif ég opna hurðina og stökk út á þilfarið. Þá
var ég nærri þvi orðinn uppgefinn. Ég reyndi að
synda burtu, en var ekki nógu fljótur og sogið frá
sökkvandi skipinu dró mig i kaf.
Ég harðist um og komst enn upp á yfirborðið
rétt hjá skrúfu gufuskipsins. Ég varð að komast
úr þeirri hættu, að lenda í skrúfunni. í um fimm-
tíu feta fjarlægð sá ég kassa á floti, og þótt mjög
væri af mér dregið, reyndi ég að komast þangað.
Ég sá, að þetta var kassinn undan björgunartækj-
unum, sem hafði losnað af þilfarinu, og ennþá
voru í honum fáein björgunartæki. Ég náði taki
á kassanum og gal þannig haldið mér á floti. And-
artaki seinna sá ég hát koma til mín, og það sið-
asta, sem ég man, var það, að ég var dreginn upp
í bátinn.
Þær sýnir, sem ég sá, þessa stuttu stund, meðan
ég var í kafi, voru mjög undarlegar og það furðu-
legasta við þetta æfintýri. Ég hafði oft heyrt tal-
að um menn, sem voru að drukkna og höfðu séð
sýnir frá æskuárum sínum. En þangað til ég lenti
í þessu æfintýri hafði ég álitið, að þetta væri í-
myndun ein.
Ég minnist þess núna, að meðan dráttarbátur-
inn var að byltast í djúpinu, sá ég Alamede, skipa-
kvína, sem ég var vanur að leika mér við, þegar ég
var barn. Einnig sá ég félaga mína frá löngu liðn-
um árum. Myndirnar voru eins skýrar og ljósar
og þær voru í raunveruleikanum, og ég gal nærri
því heyrt þessa vini mína ræða um dauða minn.
Ég var að því kominn að missa meðvitundina,
þegar báturinn kom og mér var bjargað, en fáein-
um mínútum seinna raknaði ég við og spurði eftir
skipshöfn minni.
Þegar húið var að bjarga Langren skipstjóra, var
farið með hann um horð i farþegaskip og sigll m,eð
hann í flýti til San Francisco. Hálftíma seinna var
han á leið heim til sin.
Þrem mánuðum seinna var Séa Prince náð upp,
og fundust þá lík þriggja sldpverjanna í háseta-
klefanum. Þeir höfðu drukknað þar, meðan skipið
var að veltast undir kili gufuskipsins. Gus Eiche,
vélamaðurinn, sem Langren skipstjóri hafði séð
kom upp á þilfarið um leið og áreksturinn varð,
hafði bersýnilega skolað fyrir borð um leið og
skipið sökk, því ekki fannst lík hans, þegar drátt-
arbáturinn var dreginn upp.
Sea Prince hafði höggvist nærri því i sundur
í miðju. En seinna var gert við hann og hann var
tekinn i notkun — fljótandi minnismerki um liina
furðulegu björgun Langrens skipstjóra.