Sjómaðurinn - 01.08.1941, Qupperneq 22
14
SJÓMAÐURINN
föans Seedorff Pedersen:
Fkimkoma Andresar stýrimanns.
Andrés, stæltur stýrimaður,
er stiginn á land, og frjáls og glaður
eys hann fé á báða bóga,
blikar á gull í pússi hans,
gengur í „Höfrung“, hlýja krá,
og hellir víni skálar á,
romm frá Cuba, rautt og höfugt,
rýkur í glasi stýrimanns.
Og sé hann Andrés eitthvað kenndur
um hann pálmaþytur stendur,
blárra hafa bylgjuniður
bergmálar í sálu hans.
Maurildanna milda skin
merlar dimmgræn innhöfin,
glitrar sveimur fleygra fiska
fyrir augum sæfarans,
Andrés dáir dýrar veigar,
djarflega hann mungát teygar,
en við stýrið á hann heima,
örugg handtök, stefnan rétt.
Eitt sinn féll hann fyrir borð,
en fast við glytti í hákarlssporð,
og síðan fannst hann heill á húfi
í hákarlsmaga — og tók því létt.
Af hörundsflúri hans má kenna,
að hann hefir notið blíðu kvenna.
suður undir Ceylons pálmum
og Siglufjarðar undir hlíð,
og stundum fæddist sveinbarn svart
með svalblá augu og hárið bjart.
•— Já, minning hans í meyja hjörtum
mörgum lifir ár og síð.
Ég, sem ykkar elzti maður,
sem einnig er talinn djarfhugaður,
vil þið heilsið góðum gesti
og gerum fögnuð kringum hann.
Inn í „Höfrung“ hleypið þið,
hér skal leggjast festar við.
Glösin, sjómenn, hátt skal hefja,
hyllum Andrés stýrimann.
Ragnar Jóhannesson
þýddi.