Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 23
S JÓMAÐURINN
15
Um Flöskufélagið ■ ,The Bottle Clubs
l»il$inii€lir maiiiia iiin licim allan eru mi ■
þe§§iim liciinsfræsra félag:§§kap.
T T M Vll)A veröld, í mörg-
um löndum og ótelj-
andi eyjum, frá Grænlandi
til Suðurskautsins, og frá
Tasmaníu til Alaska, finnast
meolimir lnns serstæða fe-
lagsskapar, sem kallar sig
„Alþjóðlega flöskufélagið“
Til þess að koma í veg fyr-
ir allan misskilning, ætla ég
að taka það strax fram, að
þetta félag á ekkert skylt
við þessi venjulegu „drykkju-
félög“. Meðlimir þessa fé-
lags eru áhugamenn um haf-
rannsóknir og landafræði.
Þessir menn eru af öllum
kynþáttum og þjóðcrnum,
af báðum kynjum, öllum stéttum og á ýmsum
aldri, frá átján ára aldri fram að níræðu. Þetla
fólk hefir oft m.ilda ánægju af þessu frístunda
starfi sínu, sem verkar miklu meira á ímyndun-
araflið en t. d. frímerkjasöfmm. Og þetta starf
er í þvi falið, að skrifa einhver skilahoð á miða,
láta miðann í innsiglaða flösku og fleygja flösk-
unni í fljót eða sjóinn, þar sem hún berst undan
vindi og öldum, hafstraumum og sjávarföllum.
Flöskufélagið var stofnað á sjó árið 1926, en
stofnandi þess var Ástralíumaðurinn Edward P.
Bailey, liðsforingi úr heimsstyrjöldinni. Höfundur
þessarar greinar liafði samstarf við Bailey liðsfor-
ingja á fyrsta stóra fundinum, sem flöskufélagið
hélt.
Ég hafði kynnzt Bailey liðsforingja í Ástraliu,
nokkrum árum áður, og árið 1926 urðurn við
samskipa frá Vancouver i British Columbia til
Sidney í Ástraliu. Sér til skemmtunar á hinni
löngu sjóferð datl Bailey í hug að rannsaka
straumana með því að fleygja út flöskum. og i
því skyni safnaði hann daglega tómum flöskum
úr húri skipsins. í hverja flösku voru látin skila-
l>oð á ýtmsum tuqgumálum., og jafnframt var
finnandinn beðinn að gera liðsforingjanum að-
vart. Siðan var flöskunum lokað tryggilega og
þeim fleygt fyrir borð. Tveim árum seinna, á leið
frá Ástralíu til Kanada, fleygðum við fleiri flösk-
um í Kyrrahafið.
Brátt, eftir að við Bailey komum lil heimila
okkar í Kaliforníu, bárust fréttir víðsvegar að úr
heiminum. Ein flaskan hafði fundizt í Chiel, önn-
ur í Alaska, ein var send frá Kamchatka í Rúss-
lándi, ein frá Papna, tvær frá Jaiian, ein frá Sol-
omoneyjum og þrjár frá Mexico. Ein flaskan hafði
þó farið lengsta vegalengd. Hún hafði verið látin
í sjóinn um fjögur hundruð mílur vestur af Hono-
lulu. Ilana hafði rekið inn i Indlandshaf, og þrem
árum seinna fannst hún á strönd Austur-Afríku.
Þannig var flöskufélagið stofnað. Auk stofn-
andans, Bailey liðsforingja, voru í félaginu menn,
sem liöfðu fundið flöslcur, en þeir átlu heima i
Norður- og Suður-Ameriku, Asíu, Ástraliu, Aust-
ur-Afriku og eyjum í Kyrrahafinu.
En með árunum varð þessi félagsskapur fjöl-
mennari og átli meðlimi úti um allan heim. Eng-
in uppfinning virðist liafa öðlazt skjótari út-
breiðslu, né verið tekið hetur af almenningi, held-
ur en sú aðferð, að láta Ægi gamla flytja póst.
Meðlimirnir eru nú margar þúsundir. Og þegar
búið var að fleygja flöskupósti víðsvegar um
heimsliöfin, var farið að setja flöskupóst í ár og
vötn.
Flöskufélagið á nú meðlimi úti um allar jarð-
ir. Þeir iáta bréf í flöskur, senda þær með far-
þegum iit á rúmsjó og þar er þeim fleygt í sjó-
inn á tilsettum slóðum. Menn, sem búa fjarri sjó,
fleygja flöskunum i ár eða vötn i þeirri von, að
ef til vill komizt þær einhverntíma út á haf.
Flöskufélagið borgar nú ofurlítil laun tií þeirra,
sem finna flöskur og við það bætast ofurlítil verð-
laun, ef flaskan liefir legið lengi í sjó eða farið
mikla vegalengd. Þar af leiðirí að menn tilkynna
nú fremur flöskufundi en áður fyr. Það er þvi
óhætt að gera ráð fyrir þvi, að ef ekki hefir verið
tilkynnt um fund flöskunnar nokkrum árum eft-
ir að henni hefir verið fleygt í sjóinn, þá hefir
luin annaðhvort brotnað i hafi eða liana hefir rek-
ið á land fjarri öllum mannahústöðum.
Ef atlmgað er flöskuskeytasafn Baileys liðsfor-