Sjómaðurinn - 01.08.1941, Síða 24
16
S JÓMAÐURINN
ingja, þá sést, að flöskurnar liafa farið ferðalög
um höfin, sem sérhver hafrannsóknamaður mætti
öfundast yfir. Til dæmis má gela þess, að flaska,
sem Japani nokkur setti í sjóinn nálægt Okhotsk,
fór alla leið til syðsta odda Suður-Ameríku á þrem
árum. Flöskuskeyti frá Chile hafa fundizt í Al-
aska og Japan, og flöskur frá Alaska hefir rekið
á land í Asíu, Ástraliu, Afriku og á ýmsum eyj-
um í Kyrrahafi og Indlandshafi.
Flöskuskeyti, sem maður frá Nýja Sjálandi
flcygði af skipi nálægt Honolulu, fór yfir Kyrra-
hafið og Indlandshaf, fór fyrir Góðrarvonarhöfða
og rak á land á Mossemedes á Angola á Vestur-
strönd Afriku. Þessi flaska var sjö ár og tuttugu
og níu daga á leiðinni. Þá var hún orðin svo klístr-
uð sjávargróðri og skeldýrum, að liún hefði ekki
getað flotið öllu lengur. Þetla hefir fært mönn-
um heim sanninn um ]>að, að sævargróður og
sjávardýr hafi sökkt flöskum, sem ekki spyrst til.
Það er Ijóst, af rannsóknum flöskufélagsins, að
sævargróður er fjölbreyttari og þróast örar i
lieitum höfum, en köldum. Sumstaðar er vafa-
mál, að flaska geti haldist á floti lengur en eitl ár,
en annarsstaðar gæti hún haldist á floti um alla
eilífð. Ennþá hefir engin flaska sem fundizt hef-
ir, verið lengur í sjó, en flaskan, sem fannst á
Mossemcdes. Þegar henni var fleygl í sjóinn, horg-
aði Flöskufélagið engin verðlaun lil finnenda. En
þegar Englendingurinn W. S. Stephen fann flösk-
una á strönd Angola árið 1939, var honum strax
Ijóst, hvílika þýðingu þessi fundur hans hafði, og
hann opnaði flöskuna strax og las skeytið. Ilann
sendi Bailey iðslforingja skeyli um fund sinn og
skömmu senna fékk Stephan ávísun á fimm Ster-
lingspund, en það voru verðlaun fyrir að hafa
fundið flösku, sem hafði farið meira en hálfa leið
umhverfis jörðina. En flaskan sjálf, ásamt ljós-
mjmd af skeytnu, var send meðlim Flöskufélags-
ins í Nýja Sjálandi, sem hafði fleygt flöskunni i
sjóinn.
Oft fara flöskur, sem. fleygt er i ár og vötn langt
inni í landi, hinar furðulegustu leiðir. Menn
skyldu ætla, að þessar flöskur færu ekki langar
leiðir, en flaska, sem fleygt var í Mackinacsundið,
sem tengir saman tvö af stórvötnum Ameriku,
Michiganvatn og IJuronvaln, komst alla leið út í
Atlantzliaf og fannst á strönd Skotlands niutiu
og sjö dögum seinna! Önnur flaska, sem fleygt
var út á sama stað, fannst hundrað og fimm dög-
um seinna i Cienfnegos á Cuba. IJvernig gat hún
komizt þangað? Það er ekki hægt að hugsa sér
annað, en hún hafi farið eftir endilöngu Michig-
anvatni, flotið niður skipaskurðinn, sem liggur
frá Michiganvatni til Illinois og Missisippi út í
Mexicoflóa, og að lokum að ströndum Cuha.
Árið 1938 fleygði einn af meðlimum Flöskufé
lagsins, Frank S. Wilton í Los Angeles, mörgum
flöskum með skeytum i Missouri-fljótið við Fort
Benton í Montana. Ein af þessum flöskum fór alla
Ieið til Kansas City, önnur lil Memphis í Tenn-
essee, og sú ])riðja til New Orleans. Flaskan, sem
rak á land við New Orleans fór 3.700 milur niður
Missouri og Missisippi á tuttugu og álla dögum.
Einu ári og fjórtán dögum seinna fékk Wilton
eitt flöskuskeytið aftur alla leið frá Englandi.
Það sem vekur meðlimum þessa félagsskapar
mesta eftirvæntingu, er það, að þeir geta aldrei
vitað, hvar flöskumar, sem þeir fleygja í sjóinn,
rekur á land.
Eftir nákvæma rannsókn geta félagar Flöskufé-
lagsins ])ó farið nærri um það nú orðið, hvar
flösku rekur á land, sem fleygt er i sjóinn á til-
teknum stað. Þannig fleygja Bretar út flöskum,
og skrifa Ameríku sem áfangastað í skeytin, í
Atlantzhafið fyrir sunnan Gihraltarsund. Á sama
hátt fleygja Amerikumenn flöskum í Golfstraum-
inn sunnan við Hatterashöfða og geta verið þess
nærri fidlvissir, að ein af hverjum þremur kem-
ur til Englands. Ilraðametið á þessari leið er átján
dagar, frá Miami í Florida til Lochinver á Skot-
landi.
Á þeim tiltölulega skamma tíma, sem Flösku-
félagið hefir starfað, hafa meðlimir þess komizt
að því, hverl vatnið úr fljótunum fer, þegar það
er komið í sjóinn. Til dæmis flaska, sem sett var
í ána Dorenna í frönsku Mið-Afríku, harzt á land
nálægt Corpus Chrisli í Texas hálfum áttunda
mánuði seinna. Önnur flaska, sem sett var í Braz-
osfljót í Tcxas árið 1939, fannst i Milfórd í Eng-
landi fimm mánuðum og nítján dögum seinna.
Þannig kynnast menn hafstraumunum. Margar
villur hafa verið leiðréttar með flöskuskeytum.
Auk þess er þetta hin hezta skemmtun fyrir þá,
sem áhuga hafa á hafrannsóknum.
SJÓMENN!
Getið S j ó m a n n s i n s við kunningja i/lck-
ar, hvert sem þið farið og hvar sem þið komið,
— og verzlið við þá, sem auglýsa í Sjómann-
inum.