Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 26

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 26
S JÓMAÐURINN Ferðir Capitana. A leiðum Leifs heppna —- og Kolumbusar. Við Ægisgarðinn í Reykjavík gefur að líta háreist seglskip, hvítt að lit. Rárnar hafa verið teknar niður af l>ví, en ennþá bera hin háu miistur þess hátt yfir möstur annara skipa. Þetta er „Capitana", hið nýkeypta skip Magn- úsar Andréssonar, útgerðarmanns, sem fyrir nokkru síðan var siglt hingað frá Ameríku af nokkurum vöskum, íslenzkum sjómönnum. — Það er svo um þetta skip og öll önnur, að á því verður ekki lesin saga þess. Saga þessa skips er þó að ýmsu merkileg, því að á sinni stuttu æfi hefur skip þetta þrætt leiðir Kolumbusar, í fyrstu og þriðju ferð hans til og frá Ame- ríku — og nú síðast á leiðinni hingað farið svipaða leið og Leifur heppni. er hann kom frá Ameríku mörg hundruð árum áður en Kolumbus, fanni hinn nýja heim. Á forsíðu Sjómannsins nú getur að líta telikningu, er sýnir ferðir Leifs heppna, eins og bezt verður um þær vitað, leiðir Kolumbusar á hinni fyrstu og þriðju ferð hans, og leið þessa nýja íslenzka skips. f grein, sem hér fer á eftir, og byggð er á frásögn Morison’s, forstöðu- manns leiðangurs Harvard-háskóla, og kallaður var Harvard-Columbus-leið- angurinn, er nokkuð sagt frá þessu ferðalagi. Capilana með leiðangursmerkið á seglunum. tonna barkskip, þrímastrað, nefnt eflir einu af fánaskipum Columbusar, og 45 tonna skútan Mary Otis, sem var birgðaskip okkar. Áhafnir skip- anna, sjómenn, konur börn og sjálfboðaliðar, voru 24 manns. P'YRSTA SEPTEMBER 1939, fáenum dögum eftir að Þjóðverjar réðust inn í Pólland, lagði leiðangur Harwardháskólans af stað frá New London og stefndi til Azoreyja. í finnn mánuði, og um 10.000 sjómílna vegalengd, sigldum við um þær slóðir, sem Kristófer Columbus sigldi yfir ó- þekkt höf fyrir bálfri fimmtu öld síðan. Takmark okkar var það, að rannsaka fornar frásagnir um ferðir hans, að rannsaka höfða og strandlengjur, sem bann lýsti fyrstur1 manna, og að lokum reyna að skera úr þvi, hvort maðurinn, sem fann Ame- riku, hefði verið einungis heppinn ferðalangur eða snillingur í siglingum. Vð komum heim aftur tneð geysimikið rann- sóknarefni — sem við höfum fengið við að rann- saka hafið, vinda, lönd og stjömur — nægilegt til að skrifa nútímasjóferðasögu um Columbus. Við höfðum fundið og ljósmyndað 25 hafnir og liöfða, sem hann hafði fundið milli 1492 og 1504. Og við sannfærðumst um það, að Columbus bafði kunn- að listir sjómennskunnar betur en nokkur annar. Skip Harwardleiðangursins voru: Capitania, 140 Við sigldum undan ferskum, vestlægum haust- vindi áleiðis til Azoreyja, hliðhalt við leið Kólum- busar, þegar hann fór heim eftir fyrstu ferð sina, og við sáum samslconar fuglalíf og sævargróður, sein hann liafði fundið 1492—93. Frá Ilarta fór Mary Otis með rannsóknarmennina til Santa Mariaeyjar, sem er syðst af Azoreyjum, og Cólum- bus kom auga á 15. febrúar 1494, er bann hafði lent i geysilegu ofviðri, sem bafði nærri þvi sökkl litla skipinu hans, Nina. Það fór eins um okkur, að við komum auga á Santa Maria einn hvassviðr- ismorguninn, þegar svo mikill sjór var, að við þorðum ekki að leila lægis, þar sem Cólumbus liafð varpað akkerum. Við fórum inn í einu höfn- ina, sem er sennilega skjólgóð í vondum veðrum, og flýttum okkur til lilla þorpsins Anjos, þar sem Kólumbus steig fyrst fæti á land, eftir að hann barfði farið frá Nýja heiminum. Þessu næst héldum við í austurátt, komum snöggvast við bjá Sintrakletti, eins og Nina, og sigldum lil Lissabon. Við gengum meir að segja á land upp, eins og Cólumbus, og fórum til Vestu-

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.