Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 28

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 28
20 SJÓMAÐURINN Jón Pálsson: Þegar Frakkarnir Actu og Alfonse fóru á sjó í Þorlákshöfn 1885. ETRARVERTÍÐIR TVÆR, 1885 og 188«, rcri ég í Þorlákshöfn. Formaðurinn var liinn á- gæti sjógarpur og góði drengur, Jón Þorkelsson frá Óseyrarnesi, þá í Móhúsum (d. 31. marz 1920, «7 ára; móðurbróðir séra Árna Sigurðssonar frí- kirkjuprests). Mörg vor og Iiaust síðan réri ég hjá honum á Stokkseyri; hann var lengi meðal hinna fremstu og happasælustu formanna austur þar, aðgætinn og æðrulaus, en sjósækinn vel og aðsæt- inn í sjósókn sinni, og svo rammefldur að kröpt- um, að ég sá fáa menn draga svo þungar lóðir og stjóra úr sjó svo létt og liðlega sem hann; en hann fór sér aldrei liart, heldur ávann hann miklu meira en aðrir með jiolgæði sinu og þrautseigju, sem var óbilandi. Það mun hafa verið i páskavikunni 188«, en þá voru sumarpáskar og vertíð nærri lokið, að Iiéla var á jörðu, frostharki mikill um, sjó allan, eink- um á grunnsævi, fjöll öll þakin snjó og skafrenn- ings snjóhos á landi. Fyrir augum þeirra, er þá voru á sjó og eigi fjarri landi, rann láð og lögur i eina heildarbreiðu, án þess að nein greinaskil sæjust. Hægur vindur var af hánorðri og hörku- frost; var sjór því brimlaus með öllu. Eins og venja var til um þessar mundir, er svo langt var liðið á vertíð, var fiskur tregur á færi og lóðir, en Strok. Framh. af bls. 17. regluþjónn um borð og fékk lýsingu á honum. Síðan fór fram rannsókn í öllum skipum, sem lágu í höfninni og einnig í sjómannaheimilinum. En pilturinn fannst ekki. Hann var gjörsamlega horfinn. Að líkindum hefir hann þá verið farinn úr borginni. Skipstjórinn réði þrjá nýja menn, tvo Englend- inga, annan ungan og hinn gamlan, og einn Hol- lending. Þegar þeir komu um horð, voru þeir allir dauðadrukknir. Þegar þeir voru leiddir yfir land- gönguhrúna, féll eldri Englendingurinn í sjóinn og meiddist hættulega. Öllum þessum nýju skips- félögum var nú draslað í koju og þar dóu þeir samstundis sínum brennivínsdauða. Já, svona atvik gerast líka á sjónum! Beachcomber. þau veiðarfæri voru þá notuð jöfnum, höndum og hvorttveggja í senn, er út á leið, færin þó ein- göngu framan af, og lóðirnar einar um miðbik vertíðarinnar. Nú var það morgun einn, er menn komu á fæt- ur í Þorlákshöfn, að þeir sáu frakkneska fiski- skútu eina strandaða austan til við Skötubót, og stóran hóp manna koma þrammandi innan frá strandstaðnum, suður melana. Voru þeir allir ó- þjakaðir og hinir hressustu. Sökum snjóa á fjöllum dvöldu menn þessir í Þorlákshöfn um hálfs mánaðar skeið. Nafn skips- ins, skipstjóra né heldur skipverja man ég nú ekki, nema tveggja pilta á tvitugsaldri. Ilétu þeir Actu (frb. Aktý — ekki aktí) og Alfonse (frh. Alfongs), snyrtimenn hinir mestu og snæfir í öllum hreyf- ingum. Aclu var smár vexti, svarthærður, dökkur á hrún og hrá, fríður sýnum, og svipur hans hreinn og hýrlegur. Alfonse var nokkuð þrekvaxnari, ljós- hærður og rjóður í andliti; liann hafði kónganef og kinnar bústnar, munnsmár var liann og blá- eygður. Þeir urðu hrátt handgengnir mér og öðr- um jafningjum þeirra, þarna i veiðistöðinni, og hafði enginn okkar þó í fullu tré með að skilja hver annan. Þeir komu oft í sjóhúð Jóns Þorkels- sonar og skiftu við skipverja hans: Þeir komu með fácinar kexkökur, aldrei ])ó fleiri en eina á mann; stundum ,komu þeir með haunir í hréfpokum brúnar að lit, en enginn þorði að malreiða þær og fleygðu þeim frá sér, því þeim, leizt ekki svo á þær, að þeir teldu mikla hollustu eða matsemd í þeim fólgna. Piltarnir urðu þessa brátt varir og hæltu því fljótlega að hafa þær á boðstólum. Hjá skipverjum fengu þeir einkum hangið kjöt og kæfu, sem þeir átu með góðri lyst, en sólgnastir voru þeir þó i feilt hrossakjöt hangið. Smám sam- an komust þeir nokkurnveginn á lagið með að nefna matartegund þessa réttu nafni, a. m. k. svo, að við skildum það vel, hvað þá munaði í mest af öllu, og fengu þeir þá svo mikið af þessu sælgæti sínu, sem þeir gátu torgað. Þeir nefndu það „rosaké“, með áherzlu á síðasta atkvæðinu. Aldrei fengu þeir ,,'bita með sér“, af ótta fyrir því, a'ð þeir kynnu að fá aðra félaga sína til þess að fara

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.