Sjómaðurinn - 01.08.1941, Qupperneq 29

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Qupperneq 29
SJÓM AÐURINN 21 í sama kjölfarið, enda hefði þá eigi verið unní að fullnægja þeim öllum. Svo var það morgun einn, kl. 7, að formaður okkar kallaði til róðurs; hann sagðist ætla að fara með alla lóðina og hreinsa af henni, enda var sumt af lienni gamalbeitt. Veðrið var ágætt, blæja- logn og sólskin; það var því ekki útlit fyrir að laka þyrfti til seglanna daginn þann, en vitanlega voru þau höfð með í ferðinni, eins og vant var. Óvenjulega langur áraróður var í vændum, en þó var eigi fremur nú en endranær neitt um það liugsað, að hafa neinn matarbita með sér, heldur aðeins sýruhlöndu næga á tveim átta potta kútum; var það föst venja. Þegar skipsliöfnin hafði leyst festarbandið, hrundið skipinu af flórum og árað það, áður en ýtt var niður í vörina, sáum við þá félaga, Aetu og Alfonse,komahlaupandi niður sjávarkampinn, svo hratt, að j)að lá við að þeir steyptu stömpum niður brattan og hálan malarhrygginn; i sömu svifum lilupu þeir vfir i skipið á þurru landi og sýndu sig albúna til þess að fylgjast með okkur > för þessa. Þeir hafa cflaust liugsað að við færum oðeins út á Rredduna og síðan um hæl í Iand aft- Ur, en síðar um daginn komust þeir að raun um, að förin tók lengri tíma en þeir e. I. v. hafa gjört sér áætlun unt, eins og siðar getur. Þeir voru alveg nýlega skriðnir úr rúmi sínu og höfðu hvorki hragðað vott né þurft frá því um miðaftau daginn áður; þeir voru því að þessu leyti alls ekki vel nndir það húnir, að leggja i langróður, svona hlá- fastandi sem þhir voru. En hvað voru þeir að hugsa nm það? Þeir áttu von á að fá árbít sinn eða „litla- skatt“ að liðnum klukkutíma eða svo, ef þeir væri l)á í landi og færi ekki langt frá. Við lömmuðum i hægðum. okkar vestur á Þangabás, síðan vestur á Hlein og loks vestur í Porir. Þar var lagt fyrsta „kastið“; það var látið Hggja í rúman klukkuthna, en litils fiskjar varð vart. Næst var kippt vestur á Leðurbrún og lóðin lögð þar, en þó eigi öll; engan fisk var þar heldur að finna, svo teljandi væri. Nú var komið að nóni, °g enn var eigi Iiugsað til heimferðar, heldur róið vestui' „opinn Selvog“, og þar var svo „liflegt“, ^ð siálfsagt þólti að beita aftur og leggja einn -stubb“ eða tvo; hafði j)að þann árangur, að við fengum 17 i hlut eftir daginn af samtiningi, ýsu, megringi (,,legufiski“) og keilu (karfi var aldrei falinn né tindabykkjur eða lótöskur). Síðan var l()ks lagt úr sátri og róið til lands; var klukkan þá °rðin hálf átta, og um sólarlag fórum við framhjá Kúlu, milli hennar og Hafnarness; ld. 9% lentum við og höfðum þá verið 1414 kl.tima í ferðalagi þessu og haft „feng eigi furðu mikinn“. — Nú kvnni einhver að spyrja: Ilvernig fór með frönsku drengina? Voru þeir ekki orðnir innan- tómir eftir alla þessa sveltu, nær 26 klukkutíma? Og hví kom ykkur til hugar að fara svona langt með þá? Við reyndum alll sem unnt var að koma þeim, i skilning um, að við kæmum aftur kl. rúmlega 9, þ. e. a. s. um kvöldið, en þeir hafa víst skilið það svo, að við ættum við ld. rúmlega 9 þá um morg- uninn, og var það vitanlega heppilegur tími fyrir þá, og því voru þeir alveg ófáanlegir til þess að fara upp úr skipinu, þrátt fyrir allar tilraunir okk- ar lil þess: Við reyndum að reka þá þaðan, en þeir sátu sem fastast. Og þótl við reyndum að taka þá með valdi og vildum bera þá upp úr skipinu, urðu þeir því æfari og æstari i skapi, töluðu belg full- an, sem við fengum eigi skilið til hlítar; þeir bjuggust jafnvel við að berja okkur með bareflum. Okkur var ])ví ekki við þá vant og vildum eigi vera að atast í þeim lengur, lieldur lejd'a þeim að lifa og láta eins og þeir vildu. Það fór reyndar brátt að ókyrrast um þá, og þvi meir sem á daginn leið. Við mættum tveim eða þrem skipum frönskum, sem sigldu svo nærri okk- ur, að vel mátti heyra mál manna i milli okkar og þeirra. Ætluðu strákarnir þá alveg vitlausir að verða: Sögðu þeim frá strandinu, nafni skipsins og skipstjóra þess, og þá lá við, að Alfonse færi úlbyrðis, af ákefðinni með að komast yfir í eitt skipið, en við gátum hindrað það. Annar þeirra, Actu fór oft undir árar og „hvildi“ hvern af öðrum úr landi og í, en Alfonse aldrei, heldur settist hann fram á hnífil skipsins og lét báða fætur sína lafa útbyrðis. Færi, eitt eða tvö, voru í skipinu, og renndi Actu þvi, dró tvo fiska og tók Alfonse þá báða og flevgði þeim útbyrðis. Annars kom þeim vel saman og samtaka voru þeir um flest, nema að róa. Þeir reyndu með öllu móti, að gera okkur skiljanlegt, hversu hungraðir þeir væri og heimfúsir. TTöfðu þeir allskonar skrípalæti i frammi, bendingar og viðhurði, semvið að visu máttum skilja, en tókum ekki til greina, enda var formaðurinn ekki áþeirri reiminni, að láta tvo erlenda drengi ráða fyrir sig, þóll liann, eins og við, ýmist gæti eigi annað en aumkvað ])á eða hlegið að þeim. Þeg'ar við loks ltomum að landi, biðu drengir ])essireigi boðanna: Þeirhlupu uppúr skipinu, áð- ur en það steytti i vörinni og fóru þar á kolsvarta kaf, hlupu heim til sin sem fætur toguðu, og sáust

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.