Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTIÐINDI 55 RADDIR HLUSTENDANNA Nokkur orð um viðkvæmni. Hún er sannarlega athj-giisverð viðkvæmnin gagnvart útvarpinu. Sól- veig' í Suðurgötunni kveinar hjá •/■Hannesi á horninu« og Guðbrandur fjasar í Vísi yfir þulnum, sem starf- ar nú um stundarsakir í forfcllum aðalþuts. Og í Útvarpstíðindum héimtar Kolur, að skipt sé um þul strax, af því a,ð rödd hans sé ekki hæf fyrir útvarp. — Komi fyrir að erlent nafn sé ekki borið nákvæmlega rétt fram, eru þeir, sem betur þykj- ast kunna; sítórhneykslaðir fyrir hönd allra hinna, sem, ekkert kunna, og reka, á, langar blaðaromsur með hár- íínum útskýringum um, framburð fjarskyldustu tungumála. Smáhósti eða hnerri eða, önnur misbrigði á ítr- ustu hæversku frammi fyrir útvarps- hlustendum er vitanlega fordæmt, og þykir bera vott um skoit á menningu — að ég nú ekki reyni að lýsa þeirri angist og hryllingi, sem grípur okk- ar sprenglærðu tónlistarvim, ef nokk- uö ber út af með grammófónplöturn- ar. Útvarpið á að vera gallalaust og óskeikult með öllu. Þar má, ekki finn- ast, hið minnsta misbrigði, engin hrukka, sem meiðir hina sárfínu feg- urðarkennd og menningarsmekk Is- lendinga. Eg er reyndar sammála, öllum sann- gjörnum aðfinnslum í garð útvarps- ins, Og ég tel, aö það eigi að vera sjálfsögð krafa á hendur þeirri stofn- un, að hún vandi eftir ítrasta megni' allt sitt starf bæði um efni og flutn- mg. En ég er einn í hópi þeirra hlust- enda, sem læt mér skiljast, að þessi stofnun get,ur ekki, fremur en hvers- konar önnur menningarviðleitni okk- ar, verið alfullkomin, svo að ekkert megi að henni finna,, ef menn leggja sig til þess mjög í framkróka. Hún er vaxin upp af lífi þjóðarinnar og grein af hennar stofni, en ekki fallin tii okkar af himnum ofan. Við getum því ekki vænzt að finna þnr kenni- mörk hins óbrigðula né hins óskeik- ula. En kröfur okkar hlustendanna á hendur henni urn, ■ ítrustu fágun og vandvirkni eru eigi að síður rétt- mætar. En það þykir mér athyglisvert í sambandi við þessa gagnrýni og þessa viðkvæmni gagnvart útvarpinu, að þjóðin virðist1, þar sem stofnunin er, hafa eignazt eins konar merningar- lega hugsjón eða fyrirmynd (ideal). Vissulega hefir útvarpið ástæðu til að fagna slíku í bæ„ þar scm allir þess gagnrýnendur þola það umkvört- unarlaust, að velt ,sé yfir bæinn allan ársins hring flóði af illa skrifuðum blöðum, viðbjóðslegum, sorpblöðum og jafnvel klámkviðlingum, — að ekki só nú minnst á götumenningu Reykja- víkurbúa að öðru leyti. Hvernig er þessari menningarviðkvæmni og feg- urðarkennd háttað? Hvers vegna þegja allir þessir gagnrýnendur með sín viðkvæmu eyru um allt það, sem þó gegnum augað ætti vissulega að ná til fegurðarvitundar þeirra og sæmdarkenndar? Er það af því, að þeir líta á prentað sorp eins og ó- Frh. á bls. 62.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.