Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 8
56 ÚTVARPSTÍÐINDI GnnnlaBgwr Briem verkfræðingur: Stækkun útvarps- stödvarinnar títvarpsstöðin á Vatnsendahæð tók til starfa 21. des. 1930. Afl hennar var þá 16 kílówött í loftneti o;r öldu- lengdin 1200 metrar. Aiþjóðaráð- stefna í Prag 1929 hafði úthlutað þeirri öldulengd til Islands. Útvarpið heyrðist þá um allt. landið. Truflanir frá erlendum stöðvum. I árslok 1932 byrjaði öflug (200 kw.) útvarpsstöð í Luxembourg að útvarpa á hér um bil sömu öldulengd og eyðilagði með því viðtöku íslenzka útvarpsins í austurhluta landsins. Þessi stöð var ekki reist handa hlust- endum í Luxembourg, heldur í próða- skyni til þess að útvarþa auglýsing- um, sérstaklega fyrir brezka hlust- endur, þar eð bi ezka útvarpið leyfði ekki auglýsingaútvarp um sínar stöðvar. LuxembourgSitöðin braut al- þjóðasamþykktir um öldulengdir og tók sér þá öldulengd, er bezt þótti, og hélt fast við hana, þrátt fyrir harðorð mótmæli annara landa. Næsta, útvarpsráðstefna var hald- in í Lucerne 1933 og var Islandi þá úthlutað öldulengdin 1639 metrar, sem var tekin til afnota af útvarps- stöðinni hér í janúar 1934. Þá hurfu truflanir frá Luxembourg og heyrð-' isit íslenzka útvarpið aftur um allt land. Þetta stóð þó ekki lengi. I marz- mánuði sama ár breytti franska út- varpsstöðin Radio-Paris. skyndilega um öldulengd og fór að útvarpa á hér um bil sömu öldulengd og útvarps- stöðin hér, og trufJaði þá viðtöku hennar í austur helmingi landsins engu minna en Luxembourg áður. Franska útvarpsstjórnin fékkst. ekki til þess að breyta þessu og var ástæðan fyrst og fremst sú, að öldu- lengdin, ,sem Radio-Paris átti. að nota, var upptekin af öðrum, sem höfðu neitað að undirskrifa Lucernesam- þykktina. I samráði við alþjóðaeftirlitsstöð útvarpsstöðva, sem hefir aðsetur sitt í Brússel, reyndi. íslenzka útvarps,- stöðin allar öldulengdir milii 1050 og 1900 metra, sem til mála gátu komið. Notaði útvarpsstöðin þá í 2 vikur 1345 metra öldulengd með sæmileg- um, árangri, en svo var úti friðurinn þar, vegna öldulengdabrcytinga út- varpsstöðvarinnar í Varsjá (120 kw). Eftir langvarandi tilraunir reyndist skárst að nota, 1442 metra öldulengd, sem einnig er notuð af rússnesku út- varpsstöðinni í Minsk. Þó voru trufl- anirnar þaðan, svo miklar er dimma tók, að austurhluti landsins mátti þá heita að miklu leyti sviptur afnotum íslenzka útvarpsins og ýmsir aðrir landshlutar fengu ekki notið þess til fullsi sökum meiri eða minni truflana. Veðurfréttir og neyðartilkynningar náðu þá ekki til Austfjarða eða skipa austan lands. ,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.