Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Blaðsíða 9
ÍJTV ARPSTIÐINDI 57 Titvarpastöðin hér hefir notað öldu- lepgdina 1442 metra frá því vorið 1934 og til þessa dags, þrátt fyrir Þessar truflanir frá Minsk. Hinsveg- ar óx einnig hættan á truflunum úr annari átt. Þegar útvarpsstöðvarnar á langbvlgjusviðinu sín hvoru megin við útvarpsstöðina hér höfðu aukið afl sitt, Daventry úr 25 kw. upp i 150 kw. og Motala úr 30 kw. upp í 150 kw. eða meir, þá fór að bera á því, að þær heyrðust, víða í ódýrari viðtækjum, þótt þau væru stillt á öldulengd íslenzku útvarpsstöðvar- innar. Síðan hefir útlitið enn versnað vegna stórfelldrar aukningar á afli utvarpsstöðva í flesitum löndum. Endurbætur útvarpsnotanna. Ríkisútvarpið og hlustendur þess og þjóðin öll gat ekki unað við þetta ástand til lengdar, og voru þá athug- aða,r ýmsar leiðir til úrlausnar svo sem stækkun útvarpsstöðvarinnar, endurvarpsstöðvar í öðrum, landshlut- um, flutningur útvarpsins til endur- varpsstöðvanna eftir símalínum, eða með stuttbylgjum o. fl. Aó öllu at- huguðu virtist heppilegasta lausnjn vera sú„ að auka afl útvarpest"ðvai'- innar upp í 100 kw. og ieisa jafn- íramt 1 kw. endurvarpsstöð á Aust- f jörðum, og síðar ef til viii víðar smá- endui'varpsstöðvar. Hvorki stækkun útvarpsstöðvarinnar ein eða endur- varpsstöð ein var talin nægileg', held- ur varð hvort.tveggja, að fylgjast að, svo sem reynslan og hefir sýnt. Ým- islegt annað varð til þess að styðja þessa lausn og flýta framkvæmd liennar, meðal annars væntanleg end- urskoðun á úthlutun öldulengda. Fregnir höfðu borizt hingað um það frá erlendum áhrifamönnum á þessu sviði, að litlar líkur væru til, að hin- ar dýrmætu langbylgjur yrðu úthlut- aðar til smástöðva á með',n 100—150 kw stöðvar vantaði þær, og myndi að- staða Islands, í þessu efni vera clí'kt betri, ef 100 kw stöð væri hér fyrir. Auknirg á afli útvarpsstöðvarinn- ar átti því ekki aðeins að verða tii þes,s, að unnt yrði að flytja útvarps- efnið til endurvarpsstöðvar á Aust- fjörðum á viðunandi hátt, og bæta útvarpsviðtökuna í cðrum landshlut- um með því að yfirgnæfa tru'lanir frá erlendum útvarpsstöðvum, heldur einnig að skapa Xslandi ólíkt betri að- stöðu en áður á, alþjóðaráðstefnum um öldulengdir. Jafnframt hlaut afl- aukningin að hafa, í för með sér, að minna bæri á útvarpstruflunum frá rafvélum cg öðrum raforkuvirkjum, að betur heyrðist, til útvarpsins í gömlum smáviðtækjum, að hægt yrði að nota háspennurafhlöður og lampa lengur en ella eða afhlöður með lægri spennu en áður, að menn. kæmust af með minni viðtæki og ódýrari loftnet o. s, frv. I fjárlögum 1935 veitti Alþingi rík- isstjórninni heimild til þess að láta auka og endurbæta senditæki út- varpsins' svo, aðþau fullnægðu þörfum, landsmanna. Þessi heimild var svo endurtekin í fjárlögum, síðari ára. Fyrri hluta árs 1937 ákvað ríkis- stjórnin að leysa májið þannig, að afl útvarpsstöðvarinnar skyldi aukið upp í 100 kv. og 1 kv. endurvarpsstöð skyldi reist á Austfjörðum, og er nú lokið þeim framkvæmdum. Frh.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.