Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Page 8
ÚTVARPSTÍÐINDI
Hér er því verið að endurreisa at-
vinnugrein, sem legið hefur niðri í
nærfellt 100 ár.
Árið 1563, 15. ágúst, keypti danska
stjórnin brennisteinsnámurnar í Ping-
eyjarsýslu. Ilafa þær síðan verið í
eign konun'gs og síðar íslenzka ríkis-
ins.
Ekki vita menn nú, hve mikill ár’J.
útflutningur hefur verið yfirleitt.
Aðeins er kunnugt um magn útflutn-
ings á árunum 1839—41 og var hann
þá að meðaltali um 150 tonn á ári.
Um verðmæti vita menn ekki held-
ur, en til er frásögn um það, að á
einni sendingu hafi konungur grætt
um 6000 da.li.
Brennisteinsverksmiðjan, sem nú er
verið að reisa við Bjarnarflag í Mý-
vatnssveit.
Húsið er byggt úr timbri. Pað er
um 30 metrar að lengd og mesta
breidd 10 metrar. 1 brennisteinsjörð-
inni, sem tekin er í námunum eru
15—20% af óhreinindum, en verk-
smiðjan skilar alveg hreinum brenni-
steini (100%). Verksmiðjan á að
vinna 5—600 tonn á ári af hreinum
brennisteini, sem verður fluttur á bíl-
um um 100 km. leið til Húsavíkur og
þaðan sendur til Englands.
Þakka fyrir bréfin.
Alit frá útkomu fyrstu tölublaða
af Útvarpstíðindum, hefur ritinu bor-
ist fjöldi bréfa. Ég þakka kærlega
fyrir öll þessi bréf. 1 þeim hafa ver-
ið margar ágætar athugasemdir, bæði
um Útvarpstíðindi og um útvarpið og
dagskrá þess. — Vegna ýmsra orsaka
hefir ekki verið hægt að birta nema
tiltölulega lítið úr þessum brófum,
enda þótt ýmsar þær skoðanir,, sem
þar koma fram, eigi fullan rétt á
sér. Stundum hafa þrengsli í blaðinu
hamlað, en oft kemur líka sama skoð-
un fram í mörgum bréfum og er hún
þá jafnan birt aðeins einu sinni.
Ritstjón,
240