Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Page 9
ÚTVARPSTÍÐINDI
Hvað er í fréttum?
Efiir Sigurð Einarsson, dósent
Ég hefi tekið eftir því í nokkur
undanfarin ár, að þegar menn spyrja
mig þessarar dauðmeinlausu spurn-
ingar, þá verður mér alltaf svarafátt.
Ég svara eitthvað á þá leið: — Ja,
— við höfum ekki hlustað síðan kl. 4
eða 5 eða 6. Ég átta mig ekki einatt
á því í svipinn* að menn séu að spyrja
mig um eitthvað, ,sem þegar er komið
í útvarpinu. Margra ára starfsemi við
fréttasöfnun og fréttaritun, gerir það
að verkum, að maður venst alveg ó-
sjálfrátt á að hugsa: Hvað verður
næst. Og þetta: hvað verður næst
er svo þungvæg og áleitin spurning,
að ef til vill er enginn maður eins
ástríðulaus og ósnortinn af fréttum,
eins og sá sem starfar að þeim ár eftii
ár. Hann hefur eiginlega hvorki tóm
til að ergja sig né gleðjast. Hann má
þakka sínum sæla, ef hann hefur við
,að fylgjast með og skilja. Hann verð-
ur nýjungavél, og dagarnir verða
honum misgóðir eftir því hvað mikiö
og merkilegt ber við, og þó ekki
merkilegt nema í mjög takmarkaðri
merkingu. »Merkileg« frétt er sú, sem
tekur til margra manna, sem orkar
á líf og afkomu þjóðanna, gefur bend-
ingu um framtíð þeirra, eða kemur
mjög hastarlega á óvart. Hitt er svo
mál útaf fyrir sig hvort mönnum
þykja tíöindin góð eða ill. Vesalings
fréttamaðurinn má eiginlega enga
skoðun hafa á því, ekki sízt ef hann
stai’far nú hjá hlutlausu ríkisútvarpi,
og auk þess finnur enginn betur til
þess en fréttamaðurinn, hvað það er
blávitatilgangslaust að vera með nein-
ar skoðanir á því, í sjálfu starfinu. Ef
að hægt væri að þoka atburða-
rásinni til! Þá væri nú annað mál.
En atburðarásin tekur ekki minnsta
tillit til fréttamannsins, og slær þao
allt í mola fyrir honum á morgum,
sem hann kunni að freistast til að
hvika til í dag í samræmi við óskir
sínar. Hann á aðeins um einn, og
aðeins einn kost að velja: Að vita sem
sannast að gögn hans leyfa og segja
sem réttast frá samkvæmt þeim.
Þetta, eru nú aðeins hugleiðingar
um starf fréttamannsins, en ég set
þær hér, af því ég býst við að ýmsir
hlustendur vilji gjarnan vita út frá
hvaða sjónarmiðum við vinnum starf
okkar hér á fréttastofunni. Stundum
erum við misskilin eins og kemur fyr-
ir alla dauðlega menn, og stundum er
okkur jafnvel ætlað verra en við eig-
um skilið. En það er svo algengt fyr-
irbrigði í okkar tiltölulega ófullkomnu
veröld, að við sem öðrum fremur höf-
um það verk á héndi að fylgjast með
því sem þar gerist, tökum sjaldnast
eftir því, þegar það beinist að okkar
eigin þýðingarlausu persónu. — Það
er ákaflega gcður skóli, í auðmýkt að
vera tíðindamaður árum saman.
Hvað er það sem fólk vill heyra?
Ég á í fórum mínum ákaflega merki-
legt safn bréfa sem ég hef fengið und-
anfarin átta ár og eru góð bending
um það. Ennfremur þær breytingár,
sem virðast haí'a orðið á kiöfum Is-
lendinga til frétla og viðhorfi til
þeirra síðan Ríkisútvarpið tók til
starfa. En frá því skal ég skýra nán-
ar í síðari grein.
Sig. Einarsson.
241