Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 6
ÚTVARPSTÍÐINDI allra hástúdenta kunnugastur leik- starfsemi. - Hvað geturðu sagt mér úr efni revyunnar? — Ja, það er nú takmarkað. Bæði er nú það, að efnið er skrambi lítið og svo verður það, — það lítið það er, — að koma sem mest óvænt í út- varpiö. Reynt verður að hafa inni- haldiö sem mest almenns eðlis, en ekki um of bundið við IJáskólann hér, svo að ailir lilustendur geti fylgzt með. Þó verður lítilsháttar vikið að nokkr- um prófessorum og- þeim stúdentum, sem ætla má að kunnastir séu út á. við. — Leikendur verða sjö, eftir því sem Sigurður Bjarnason sagði mér. — Nú, sagði Sigurður það? Já, þaö er mikið rétt. Aðalhlutverkin verða fimm. Það eru Svefngeir lögleysa, lög- fræoinemi, Kaloríus Vitamín, lækna- nenu, Fróði þambarskelfir, norrænu- nemi og Jeremías Fallesby, guðfræði- nemi, og svo ein eldfjörug stúdína, Líkjörína að nafnh Auk þes,s kemur fram sallafín fröken, komín af Balk- an-barónum í föðurætt, og e. t. v. andi Snorra sál. Sturlusonar í lokin. Inn- an uiri verður svo stráð gamanvísum og stúdentavísum, kvæðaupplestri og kveðskap, öllu í einum graut. — Meira vilt þú þá ekki segja um revyuna? — Nei, þetta er nú víst meira en nóg. Og, blessaður, þú mátt nú ekki láta lesendur tJtvarpstíðinda halda, að hér sé um einhvern, merkisatburð að ræða. Fólk verðlur að muna, aö bæðí höfundar og leikendur okkar eru »amatörar«. En takist okkur að gera þetta atriði svo úr garði, að fólki, sem á þaö hlýðir, leiðist ekki rétt á. meðan, þá er takmarki okkar náð. Vísur stúdínunnar. (Ur stúdentarevýunni). Og stilltnst af öllum stelpum ég var og ^túdentspróf tók ég meði »láði«, ég kúrði i verbum og »versjónir« las og varla neins annars gáði. Viölag: Eg var þá, ,svo ung og ég vissi’ ekki neitt og varla’ að kynni ég sporið, og sjaldan ég háttaði seinna en eitt, og svo ias ég faðirvorið. Ég strax um haustið í »fýluna«]) fór og fékk þar svo margt nýtt að heyra um sjálfshuggð, hormóna, selectiv öfl um subject, kompleks’ og fleira. Eg var þá svo ung o. s. frv. 1) >>Fýla« er gælunafn stúdenta á heimspeki. 382

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.