Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 10
ÚTVARPSTÍÐINDI
Vinur barnanna
Vidtal við Steingrím Arason kennara,
formann Barnavinafélagsins »Svmar-
gjöfr, í tilefni af lUvarpskvöldi félags-
ins, sem verður síðasta sunnudag
vetrarins.
Ég- heimsæki Steingrím Araeon
kennara, þar sem hann býr sutíur vítí
Skerjaf.jörö 1 hinu skemmtilega húsi
sínu, sem byggt cr í Kalifornirl.um
bjálkakofastíl. Harm hefur kosið að
anda heldur að sér hinu tæra sjávar-
loftí Skildinganessins, en reykmettuðu
tofti bæjarins. Heilsusamlegt líferni
hefur líka verið eitt æðsta boðorö
Steingríms Arasonar í uppeldismál-
unum og sjálfur hefur hann breytt
eftir því.
Þegar við erum seztir við rabb á
vinnustofu Steingríms, .segir hann
mér, að nú sé »Sumargjöf« 15 ára og
10. hefti »Sólskins« sé í prentun.
— Hafið þér lengi tekið þátt í
starfsemi félagsins?
Jú, ég hef verið með frá byrjun,
og formaður félagsins þessi 15 ár,
svaraði Steingrímur með sinni ai-
þekktu hógværð, en í staðinn fyrir að
minnast frekar á sína persónulegu
þátttöku í að skapa þennan öfluga og
vinsæla félagsskap, sem öll þjóðin
metur nú mikils, tekur hann fram
níu hefti af »Sólskin«, hinni árlegu
Á teikningunni sést hið upphaflega heim-
kynni gúmmitrjánna. Puð er á sléltunum
386
við Amason. Þegar mönnum var oröið ljósl
hið mikla notagildi gúmmísins, setti stjórn
Brasilíu strangt útflutningsbann á gúnimí-
trjáplöntur og þó sérstaklega á fræ gúmmí-
trésins, því hún ætlaðist til, að Brasilía;
gæti ein setið aö verzluninn; með þessa
dýrir.ætu vöru. En Bretar höfðu a.ug-
un líjá sér. Þeir sendu mann til Brasilíu,
sem kynnti sér með mestu hægð og mjög
sakleysislega, allt er laut að ræktun
gúmmítrjánna og gúmmíiðnaðinum. Eftir
að hafa beðið eftir hentugu tækifæri 1
nokkur ár strauk svo sá enski, með
nokkur af hinum dýrmætu fræum. Fáuni
árum síðar voru komnar gúmmltrjáekrur
í ýmsum löndum Bretaveldis, þ. á. m. á
Malakkaskaganum, en þar er nú mest.a
gúmmiframleiðsla I heimi.