Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 7
.. : útvarpstíðindi
Þar starsýnt vai’ð mér á stúdentinn einn
og stöðugt þar á mig horfð’ ’ann,
það var laglegur piltur og Ijómandi smart,
einn lítdl stúdent að norðan.
Ég var þá svo ung o. s.. frv.
Iíar.n var »kókett« við mig og ég »kóket.t« við hann,
við kynntumst fyrri en varði,
eitt laugardagskvöldið’ hann bauð mér á ball,
það ball átti að vera ú, Garði.
Ég var þá svo ung o. s. frv.
Ö, ,)e minn góður, ég gleymi því seint,
hve gaman var þar að vera,
því þar var sungið og dansað dátt,
ó, dinga — ling — fallera!
Ég var þá svo ung o. s. frv.
Mér fannst sem ég hefði í átján ár
átt heima’ í jómfrúbúri,
og sá, að ég hafði setið um of
yfir sagnbeygingum og kúri.
Eg var þá svo ung o. s. frv.
Og lengra ég segi’ ekki soguna þá,
því sjálfsagt þekkið þið hana,
en ég blessa það kvöld, er ég kom fyrst á, Garð
og' kyssti stúdentann.
Og nú er ég orðin svo óhemju breytt,
í öllu kann ég nú sporið,
í kojuna al,drei ég kemst fyrir eitt
og — kann varla faðirvorið.
rjóh.
Nýtt hefti al
Sögur af Snæfellsnesi
kemur í bókaverzlanir í dag.
Bókaverzlimm Mímir h.f.
Austurstræti 1. — Sími 1336.
383