Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 21
ÚTVARPSTÍÐINDI
yfir vötnunum. Algengustu; og veiga-
mesta aðfinnslan að dagskrárefninu
er sú, að það sé þurrt og leiðinlegt.
Og það sem verra er: Þetta er líka sú
aðfinnslan, sem hefur við mest rök
að styðjast. Unga fólkið lilýðir mjög
lítið á útvarp. Það er fyrir fram sann-
fært um að þar sé sjaldan neitt ao
hafa að! þe,sg skapi. Þetta er afleitt- og
veröur að breytast. Krafan hlýtur því
að vera: Fjörmeira, lífrænna og
skemmtilegra útvarpsefni. Það vanta
»vitaminin« í andlegu fæðuna.
G. G.
Nútímakonur í útvarp.
(Rödd frá, reykvískri ungfrú).
Hvernig er það með konur þessa
lands? Geta þær ekki eða vilja þær
ekki tala í útvarp?
Fg á við ungar konur, konur, sem
giftust í fyrra og í hitteð fyrra. en
ekki þessar gömlu, vanaföstu og ráð-
settu húsfreyjur, sem vagga sér virð-
uglega í róisóttum ruggustóL og halda
að það sé fínt að hafa pottblóm í
gluggunum.
En þetta spillir andrúmsloftinu.
mínar kæru.
3em sagt: Getumi við ekki fengið
að heyra í konum, sem eru svo til ný-
giftar, fylgja tízkunni að svo miklu
leyti sem fjárhagsgetan leyfir og —
skilja okkur, ungu stúlkurnar.
Tiliaga mín er þessi:
Það verður að fara að tala til
þeirra, sem ætla að fara að gifta sig,
en ekki allt af til þeirra, sem hafa
verið giftar í mörg ár og eru orðnar
öllu vanar.
Þið heiðt’uðu menn í útvapsráði!
Þið, sem hafið verið kvæntir í 10 —20
ár. Veljið ekki konur í útvarpiö til
þess að kenna ykkar eigin konum,
veljið heldur nútíma konur, er kennt
geta dætrum yðar, sem farnar eru að
hugsa til hjónabandsins.
5. Hj.
Hlustendur rabba saman.
Sk-emmiikvöld í útvarpinu.
— Finnst þér þetta skemmtilegt?
-- Nei, langt frá því.
— Af hverju er þetta þá kallaö
»skemmtikvöld« ?
— 0, vertu blessaður! Þetta er eins
og' annarsstaðar, þar sem »fúskarar«
koma fram: Þeir sem »troða upp« eru
þeir einu, sem skeanmta sér.
Öldur.
— Ég hef heyrt, að útvprpsverk-
fræðingurinn, Gunnl. Briem, hafi
farið á einhverja öldulengda-ráð-
stefnu. Hvað er það eiginiega?
— 1 stuttu máli sagt, er það öldu-
lengdaúthlutunarsamningaráðstefna.
— Já, þú ert svei mér stuttorður.
En hvernig er svo öldunum skipt?
— Það er mjög einfalt. Þeir stóru
og’ sterku taka strax beztu öldulengd-
irnar, en svo slást þeir litlu um þær
verri.
— Til hvers mæta þá þeir stóru á
ráðstefnunni?
— ®g hugsa að þeir komi bara til
að skemmta sér við að horfa á bar-
dagann.
Bodflennur.
-— Hvers vegna. útvarpa þeir í Róm
á öldulengd, sem Hilversum er ætluð?
— Ætli þeir haldi ekki, að þeir
komist með því í góðan félagsskap.
— En þeir trufla bara með þessu.
— Já, það gera allar boðtflennur.
397