Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 11
barnabók félagsins, sem allir kanai- ast við, og fær mér til að blaða í. Ég kemst að raun um, við að fletta í gegnum þessar bækur, að það er Steingrímur Arason, sem hefur lagt stærstan skerf til þeirra. — Eruð þér ánægðir með árangur- inn af starfsemi félagsins þessi 15 ár? — Það verður ekki annað sagt en að árangurinn sé mikill. Þá bjartsýn- ustu okkar hafðí ekki einu sinni dreymt um að félagið mundi á svo skömmum tíma hljóta svo óskipt fylgi fólksins. Það er því ekkert að þakka okkur heldur fókinu. —: Var það ekki »Sumargjöf«, sem fyrst. helgaði sumardaginn fyrsta börnunum? — Jú, þá fer fram okkar árlega fjársöfnun til dagheimilanna, en ann- ars er dagurinn um leiö orðinn al- menn,ur hátíðlisdagur barnanna sjálfra og finnst mér það vel til f.all- ið. Þar sem ég ólst upp á Norður- landi var sumardagurinn fyrsti eins mikill hátíðisdagur fyrir okkur börn- in og sjálf jólin. — Iívernig teljið þér að starfsemi dagheimilanna hafi heppnazt? —- Hún hefur heppnazt ágætlega. JxS ao við höfum að mestu orðið að nota ólært fólk til að veita þeim for- stöðu, en. nú eigum við von á nýrri forstöðukonu, dóttur Geirs Zoega vegamálastjóra, en hún hefur tekið próf i barnauppeldi og fengið æfingu í þeim efnum í Danmörku. Þau eru nú tvö dagheimilin, Grænaborg og Vesturborg. Þetta ár höfum við i fyrsta sinni starfrækt dagheimili að vetrinum. — Annarsi er það mest um vert, bætir Steingrímur við, að fólkið hef- Börn i sólbaidi við Grœnuborg. Börii að leikjum hjá Grœnuborg. ur skilið hugsjónir félagsins. Það veit, að hver einasti eyrir, sem safnast til þessarar starfsemi fer til barnanna sjálfra. . — Hver verða dagskráratriði útvarpskvölds ykkar? — Sigurgeir Sigurðsson biskup, sr. Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri og Isak Jónsson kennari hafa lofað að flytja ræður, en á milli erindanna syngur dreng'jakór undir stjórn Jóns Isleifssonar kennara. Að lokum röbbum við fram og' aft- ur um uppeldisástand unglinga og barna hér í Reykjavík og lætur Stein- grímur þá greinilega í ljósi, að enn sé ekki nægilega mikið gert fyrir börn- 387

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.