Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Blaðsíða 14
ÚTVARPSTÍÐINDI; Sp.: Þurfa útsölumenn viðtækja- verzlunarinnar að greiða rafhlöður og varahluti fyrr en það hefur selzt hjá þeim? Svar: Nei. Þess þurfa þeir ekki, því þeir hafa þessa vöru aðeins í um- boðssölu. Sp.: Hver getur verið orsök þess, að allir lampar í rafhlöðu-viðtæki eyðileggjast í einu? Svar: Orsökin er sennilega sú, að of há spenna hefur borizt inn á gló- vír lampanna, t. d. ef 4 volta raf- geymir hefur verið tengdur við við- tæki fyrir 2 volta rafgeymi, eða ef háspennurafhlaðan hefur verið tengd við bá enda í viðtækinu, sem áttu að tengjast við rafgeyminn (2 eða 4 volt), eða ef af ógáti eða vegna bil- unar, hefur komizt, samband milli há- spennunnar og glóvírsins. Bezta ráð- ið til þess að komast hjá þessu er að gæta þess vandlega að tengja rétta enda við rétta póla rafgeyma og raf- hlaðna, missa aldrei neinn hlut úr málmi niður í viðtækið, og yfir höfuð fikta sem minnst við tækið að innan. Sp.: Skemmast ekki rafgeymar, ef þeir eru hlaðnir öfugt, þannig að plús- pól verður að nota sem mínuspól og öfugt? Svar: Jú, slíkur rafgeymir er stór- skemmdur. Sp.: 1 hvaða landi eru flestir út- varpsnotendur, miöað við fólksfjölda? Svar: Bandaríkin eru hæst, þar koma tæpir 5 íbúar á hvert viðtæki. f Evrópu er Danmörk hæst, með 5 390 r Ymsir braghæftir. Sléttubönd. Meður góðum andans auð útvarp þjóðir kætir. Hleður fróðleik sérhvern sauð, sálar fóður-bætir. Hagkveðlingaháttur. Málfars góðiur, menntaður, manna og fljóða dýrlingur, vinsæll, fróður Vilhjálmur valinn þjóðar snillingur. Mælskur séra Sigurður, sagður vera hlutdrægur. Skaði er því skarpvitur, skyggna gerir hlustendur. Brag'íienda hringhend. Feiknalaginn, fróðleik Jón í fólkið treðiur, um þjóðarhagi, vísur, veður, veginn, daginn, allt sem skeður. Hringhenda. Bezta hrós og hylli vann Hjörvar drósa og sveina, allir kjósa að heyra hann hugsun Ijósa greina. Nýhenda (liringhend). Þorsteinn, mæta hylli hlaut, helzt þ ó kætir börnin grínid. Saltar ætíð útvarpsgraut og í hann lætur vítamínið. íbúa á hvert viðtæki. Á Islandi koma nærri 8 íbúar á hvert viðtæki. Sp.: Hvaða efni er venjulega flutt í útvarpinu til útlanda? Svar: Erindi um eitthvert, efni, sem lýsir íslandi, hinni íslenzku þjóð og menningu hennar, ennfremur hljóm- plötur og fréttir frá fslandi. Útvarp- ið fer ýmist fram á ensku, þýzku eða dönsku.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.