Útvarpstíðindi - 22.10.1939, Qupperneq 3
Núverandi aðalpulur ríkisútvarpsíns
Nú í sumar hafa útvarpshlustend-
ur mjög' oft spurt hver annan eitthvað
á þessa leið: Hver er hún þessi nýja,
dama í útvarpinu? Og ekki hefur allt
af orðið greitt um svör, svo nú virð-
ist kominn tími til að kynna ungfrúna.
fyrir hlustendum nú efti.r að við
höfum hlýtt á hana sumarlangt.
Og hver er svo daman? Hún heitir
Guðbjörg Yigfúsdóttir og er fædd og
uppalin á Sandi á Snæfellsnesi. Nám
hefur hún stundað í Verzlunarskótan-
um hér í Reykjavík undanfarna vet-
ur, og lauk hún prófi þaðan síðast-
liðið vor.
Fyrstu kynni útvarpshlustenda af
henni eru þa,u, að hún las kvæði á út-
varpskvöldi Verzlunarskólans í apríl
s,. 1. — Varð það tij þess að vekja at-
hygli ýmsra á rödd hennar og fram-
burði, sem þóttu fara, óvenju vel í út-
varpi. M. a. hafði dagblaðið Vísir þau
orð um þennan upplestur, að þar
hefði birzt óvenju fögiur rödd og rík
að blæbrigðum — og lét fylgja með,
að gaman væri, að fá að heyra þá rödd
í útvarpi oftar.
Þetta a.tvik mun m. a. hafa valdið
því, að hún hefur nú starfað sem þul-
ur um nokkra hríð.
Eg sé ungfrúna í fyrsta sinn niðri
í útvarpi í gær. Allra náðarsamleg-
ast hef ég fengið teyfi til að 1 íta inn
til hennar í sjálfan helgidómipn, þul-
arherbergið, meðan verið er að leika
danslög af hljómplötum, því þá er þar
minna um að vera en endra nær.
Ég virði hana auðvitað fyrir mér
með mikilli athygli, — og tel ég mér
skylt að gefa, lesendum Otvarpstíð-
inda ofurlitla hugmynd um útlit henn-
ar, því ég geri ráð fyrir að fleiri séu
forvitnir um þaö en ég.
Hún er ljós yfirlitum, hári,ð gul-
gjart og hrokkið, fremur há og grönn
- alveg norræn útlits.
Þessu næst, verður mér fyrir að
svipast um í herberginu, sem er lít-
ið og látlaust, en hlýlegt.
- Hvernig kunnið þér nú við yð-
ur hér í þessu, hreiðri ykkar þulanna.
Prýðijega, þakka yður fyrir,
þetta er sæmilega viðfelldin vistar-
vera eins og þér sjáið. Það mætti þó
telja, galla á herberginu, að á því eru
engir venjulegir gluggar, sem snúa út,
að ljósi dagsins. Þessi, þarna er ætl-
aður til þess, að hægt, sé að sjá gegn
um hann inn í útvarpssalinn, en um
hinn ,sé ég inn í herbergið, þar sem
fluttir eru fyrirlestrar, Lesnar veður-
fregnir o. fl. þ. h.
— Hvernig fellur yður svo vi.ö
starfið?
- Starfið fellur mér i sjálfu sér
vel. Erfiðið ekki svo mjög tilfinnan-
legt, en, hinsvegar talsvert ríkt að til-
breytni.
— 1 hverju er tilbreytnin helzt
fólgin?
Einkum í tónlistinni og ýmsu í
sambandi við hana. öll hin lifandi
hljómlist, sem hér er flutt, er mun
skemmtilegri, fyrir mig en útvarps-
hlustendur yfirleitt, því í gegnum
þennan glugga fæ ég að sjá alla, sem
flytja tónlist í útvarpið, og þetta er
oft skemmtilegt, þegar vel er leikið,
og’ ekki spillir ánægjunni, ef músik-
antarnir eru laglegir menn, sem
stundum kemur fyrir. Aftur á móti
verð ég að fara varlega í að horfa
3