Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Page 2
.UTVARPSTIÐINDI
koma út vikulega ati vetrinum, 28 tölubl.
6 blatisiCur hvert. Árgrangurinn kostar
kr. 6.50 til á.skrifenda og greiöi^t fyrir-
fram. I lausasolu kostar heítiö 25 aura.
Ritstjóri og áhyrgtSarmatSur:
ICRISTJÁN FRIÐRIKSSON
Bergstaöastr. 48 — Sími 5046
titgefaiulf i Il/f. IIliiHtnndiiin
ísafoldarprentsmiðja h/f.
Koppasaga.
í sambandi við Hjaltalínskvöld útvarps-
ins rifjuðust upp ýmsai' gamansögur. Hér
kemur ein þeirra: Skólapiltar á Möðruvöil-
um vildu eitt sinn glettast við einn kenn-
arann. Pundu þeir upp á því, að safna sam-
an öllum næturgögnum úr svefnskálum sín-
um. Og röðuðu þeir þeim á loftskör og nið-
ur öll stigaþrep á þeirri leið, sem þeir vissu,
að kennarinn hlaut að ganga, er hann færi
niður frá svefnhúsi sínu 'um morguninn.
Þetta var i skammdeginu, og er kennarinn
fór um stigann snemma um morguninn,
varð hann koppanna ekki var fyrr en um
seinan: Það varð mikil koppaskriða niður
allan stigan og brotnuðu margir þeirra,
því þetta var á lQÍrkoppa-árunum.
Kennaranum þótti gamanið grátt ,sem
vonlegt var, og kærði fyrir skólastjóra,
Jóni Hjaltalín. Hann minntist þó aldrei á
þetta einu orði. — En ekkert næturgagn
sást í svefnskálum piltanna, það sem eftir
var vetrar. Það var hegning skólastjóra —
og þótti ýmsum hörð.
A skinnsokka-öldinni
kom sveitamaður í búð í Reykjavík og
spurði, hvort hér væi'U til vélstíg. Búðar-
mennirnir fóru að hlæja og sögðust ekkert
slíkt hafa. ,,Ég var að biðja um stélvíg",
sagði þá karlinn. Búðarmennirnir þóttust
ekkert skilja og áttu bágt með að halda
niðri í sér hlátrinum. Þá varð karlinn æfur
og hrópaði: „Ég ætlaði að segja vígstél,
ef þið skiljið það“.
Hjónin höfSu rifizt all snarplega. Að lok-
um sagði maðurinn um leið og hann gekk
út: „Ég held ég gangi mig nú heldur fram
af bryggjunni en lifa við þetta lengur“.
Prúin kallaði á eftir honum: „Þú skalt nú
bara eiga mig á fæti, Ólafur, ef þú gerir
það í þessum fötum.
A strí’ðstímum.
Frúin við vinnustúlku, sem býður sig í
vist: — Ég get ekki séð neitt um það af
þessum meðmælum öllum, hvort þér notið
sykur í kaffið.
— Þjóðverjar eru farnir að búa til
gerfikol. En sá er aðeins gallinn á, að það
kvað ekki vera hægt að brenna þeim.
— Því meiri sparnaður.
Ósigurinn.
Hann lofaði fögru, sem enginn gat ent,
er atkvæði var hann að sníkja —
en slympinn er Þjóðviljinn, slysið er hent,
hann slapp ekki á þing til að svíkja.
En láðu ei forlög, sem fella hvern mann —
hann fékkst við sinn andstæðing rama,
sem bæði var lagnari og lýgnari en hann
og lofaði alveg því sama. St. G. St.
366
ÚTVARPSTÍÐINDI