Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 4
yíirleitt brezkir, en jafnskjótt og-
Malajarnir sjálfir eru þess umkomn-
ir að menntun og hæfni, er fram-
kvæmdastjórnin fengin þeim í hend-
ur. —
Sigfús var aðstoðar-skógsýslumað-
ur og síðasta árið verksmiðjustjóri
á togleðursekrum Austurindíufélags
ins danska. En á fyrstu árunum eft-
ir stríðið féll togleður (kátsjúk) í
verði niður úr öllu valdi. Þessi mark-
aðstöp urðu þess valdandi, að Sig-
fús Halldórs, ásamt þúsundum
yngstu skógsýslumannanna, sneri
aftur heim til Evrópu. Nú var Suez-
skurðurinn opinn, svo að hann gat
farið styttri leiðina, og þar með lok-
ið hringnum umhverfis jörðina. Sig-
fús Halldórs dvaldi nú í eitt ár í K.-
höfn og vann í nokkra mánuði á
skrifstofu konungsritara. Þá bjóst
hann, ásamt nokkrum dönskum fé-
lögum sínum frá Malaga, í ferð til
Mexíkó.
Þá ferð hóf Sigfús Halldórs frá
Höfnum með því að taka á sig krók,
til þess að heimsækja föður sinn,
Halldór Árnason, sem bjó (og býr
enn) í Winnipeg. Þar var honum
boðin ritstjórastaðan við annað að-
alblað Vestur-íslendinga, Heims-
kringlu. Lauk þar með Mexíkó-ferð-
inni. Tók hann við ritstjórn Heims-
kringlu í marzbyrjun árið 1924 og
gegndi því starfi til ársins 1930.
— Hver var stefna og markmið
Heimskringlu undir ritstjórn yðar?~
— Hvað stjórnmál áhrærði fylgdi
Heimskringla Bændaflokknum (The
Progressives) að málum. En þótt
hún léti tiltölulega mikið til sín taka
innanlandsmál amerísk og alþjóða-
mál, sem mikil ólga var í einmitt á
þessum árum eftir stríðið, þá var
Heimskringla þó fyrst og fremst
blað ísl. þjóðrækni, ,enda var séra
Rögnvaldur Pétursson aðalráðs-
maður og einn af eigendum henn-
ar. Ég held, að ég hafi fyrstur tek-
ið það upp — markvisst — að velja
jafnt úr öllum ísl. blöðum og birta
í Heimskringlu, allar merkustu frétt
ir frá íslandi, og þá fyrst og fremst
af ýmsum framförum í landinu, og
af ísl. mönnum, er höfðu getið sér
frægð eða góðan orðstí heima eðaer-
lendis. Auk þessa fluttum við helztu
ritgerðir, kvæði o. fl., eftir ísl. höf-
unda, er birtust í ísl. blöðum og
tímaritum. fslendingar vestra tóku
þessu yfirleitt vel og setur þetta enn
sinn svip á ísl. blaðastarfsemi vest-
anhafs, og gefst alltaf jafn ágæt-
lega.
Jafnhliða ritstjórn Heimskringlu
starfaði Sigfús Halldórs í stjórn
Þjóðræknisfélags Vestur-Íslendinga,
og var ritari þess mörg árin, er hann
dvaldi í Vesturheimi.
— Nú lítur yngri kynslóð Vestur-
íslendinganna auðvitað á sig, sem
góða og gilda ameríska eða brezka
•borgara. Getur þá ekki verið erfitt
að samrýma þetta tvennt: að vera
góður borgari síns lands og ísl. þjóð-
ræknismaður?
— Þetta virtist mjög mörgum, og
jafnvel ýmsum forvígismönnum,. í
fyrstu. En reynslan hefur orðið önn-
ur. Hin gamla kenning: að til þess
að verða nógu góður borgari í nýju
landi, yrðu menn að brjóta skip sín
í lendingunni, hefur ekki staðizt
glímuna við Þjóðræknisfélagið. Nú
er svo komið, að álitlegasti og efni-
legasti hluti yngri kynslóðarinnar,
er farinn að sannfærast um það, að
það erenganveginn ósamrýmanlegt,
heldur jafnvel þvert á móti, að vera
góður borgari í sínu nýja landi,
og leggja þó fulla rækt við sinn ísl.
menningararf.
— Þér hafið náttúrlega kynnzt
Stephani G. Stephanssyni?
368
ÚTVARPSTÍÐINDI