Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Síða 13

Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Síða 13
Kolka um kveíSskapinn. Fyrir 30 árum var mikið þýtt á íslenzku af erlendum reyfurum af lélegasta tagi. Byrjun sögunnar fjallaði um morð, mið- bikið um nauðungartilraunir, en endirinn um kossa og kærleiksríkt hjónaband. Unga fólkið gleypti þessar sögur i sig. Þær eru ekki til lengur, því þær voru lesnar upp til agna, enda prentaðar á lélegan pappír. Jónas Jonsson hóf þá í Skinfaxa harðvituga árás á þennan skrílsmekk í bókmenntum og gaf út á bréfspjaldi sýnishorn af málinu, sem haft var á þessum þýðingum. Ég man þar af þetta eitt: „Hann trakteraði átt- unginn í knæpu-afturparti“. Á þessum bernskuárum 20. aldarinnar var það og helzt haft til veggjaskrauts, þar sem híbýlasmekkur ungu stúlknanna réði mestu, að fest var upp um alla veggi með látúns- bólum safn af svokölluðum „keleríiskort- um“, sem flutt voru inn í landið í þúsunda- tali. Þau sýndu faðmlög karla og kvenna á ýmsum stigum. Þetta er nú oi'ðið breytt á yfirborðinu. Meiri smekkvísi er ráðandi í útliti hibýla, en skrílsmekkur er meiru ráðandi hjá mörgum í hljómlist og Ijóð- læddist hljóðlaust milli trjánna í aldingarðinum. — Ég komst svo nærri þeim, að ég heyrði söng Pól- verjanna. Þeir sungu bænarsálm til guðsmóður og hann — Arhadek — söng einnig. Ég heyrði það svo greinilega. . . . En þá sá ég, að vopn- aður varðmaður gekk fram með húsinu. Ó, hversu sárt mér fannst það, er ég hugsaði til þess, að ég, sem hafði verið tilbeðin af tugum manna, skyldi nú vera svo langt leidd, að liggja hér vegna manns, sem hafði svívirt ást mína. — Og þó fórnaði ég e. t. v. lífi mínu fyrir hann á næsta augnabliki. Frh. list. Hottintottahljómlist og illa rímaðir dansknæpuvikivakar andlausrar Ameríku- meitningar glymja á hljómská'lunum og jafnvel í sjálfu Ríkisútvarpinu, en fólkið fussar og sveiar við sígildri list í ljóðum og tónum. Það þarf að hefja sömu baráttu gegn þessu og þá, er Jónas hóf á sinum tima gegn reyfurunum. Ég er sammála ritstj. Útvt. um það, að danslagatextar geti haft uppeldisáhrif til góðs eða ills. Það höfðu rímur líka. En eitt höfðu þær fram yfir. Þær héldu lifandi tengslum við fornbókmenntirnar með kenn- ingurn sínum og fornyrðum, sem gengu að vísu stundum frarn úr hófi. En sú kynslóð, sem eingöngu hefur yndi af korríró- og' dilli- dó-ljóðum, slitnar úr menningarlegum tengslum við fortíðina og verður ólæs á skáldskap Einars Benediktssonar og Step- hans G. Stephanssonar, hvað þá heldur á Hávamál og Sólarljóð. Þess vegna á þessi kveðskapur því aðeins rétt á sér, að hann uppfylli ströngustu kröfur um rím og form. Það þýðir ekki að afsaka hann með því, að rímgallar finnist einnig hjá góðskáldunum. Marmaralíkneski eftir snilling er fagurt, þótt á það vanti handleggina, en postulíns- hundur með gylltu trýni, svo tekin sé önn- ur líking frá aldamótunum, er litils virði, ef eyrun eða trýnið vantar. íslenzk menning máls og ríms er éin hin merkilegasta á jörðu hér og týndist aldrei til fulls í eymd þjóðarinnar og basli. Nú á hún það á hættu, að verða flámælt og* flát- nefjuð, hljóðvillt og holgóma. Hvert á að vera hlutverk Ríkisútvarpsins ef ekki það, að forða henni frá slikri niðurlægingu? P. V. G. Iiolka. Um leið og ég þakka P. V. G. Kolka fyr- ir framanskráða grein — bið ég hann af- sökunar á, að hún — af séi'stökum ástæð- um — birtist ekki eins fljótt og vera bar. í flestu því, er Kolka gerir að umtals- efni í grein sinni, er ég honum sammála. En í sambandi við tillögu hans um, að haf- in verði barátta gegn lélegum danslaga- ÚTVARPSTÍÐINDI 377

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.