Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 2
Ég stóð við hringdyrnar á Hótel Borg. Sé ég þá, hvar drukkinn maður gengur inn, en fylgist með allan hringinn, og kemur því út á götuna aftur. Svona gekk það nokkrum sinnum. Einu sinni stakk ljósklæddur mað- ur sér fram fyrir hann og fór inn í sama hólfi hringhurðarinnar. í sama bili kemur dökkklæddur maður að innan og gengur á undan honum þegar hann er á útleiðinni. Þá segir karl undrandi: Sá var ekki lengi að skipta um föt. I Þegar talið berst að því að skipta um föt, dettur mér í hug, þegar ég eitt sinn kom inn í búð og sagði við búðarstúlkuna. Mætti ég fá að máta á mig 150-króna fötin — þarna í sýningarglugganum? Jú, þér gætuð víst fengið það, sagði hin unga búðarstúlka vandræðaleg — en okkur þætti betra, að þér gerðuð það hérna bak við tjaldið. Enskur liðsforingi, sem kom til Reykja- víkur, fékk sér íslen/.kan leiðsögumann til að sýna sér bæinn. Þótti gestinum húsin hér vera lítil og kotungsleg. „Húsin yklcar eru ekki stærri en rjómaterturnar hjá okk- ur“, mælti hann. Islendingnum fannst fátt um þennan samanburð og hugsaði sér að sýna honum byggingar, sem þyldu nokkurn samanburð við þær ensku. Gekk hann því með honum að Þjóðleikhúsinu og mælti hreykinn: „Þetta er nú þjóðleikhúsið okkar“. „Hvað? Þettamælti gesturinn. „Það gæti nú staðið á leiksviðinu í okkar þjóðleikhúsi'. Héldu þeir nú áfram göngu sinni og stað- ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega að vetrinum, 28 tölubl. 16 blatSsíður hvert. 3. árgangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og- greiöist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftiö 35 aura. RitstjOri og ábyrgtSarmatSur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON Bergstaöastr. 48. - Sími 5046 ^tgefandi: H/f. Hlustamlinn. ísafoldarprentsmiðja h/f. næmdust loks fyrir framan eina veglega byggingu. „Hér er háskólinn okkar, mælti leiðsögumaðurinn. „Er þetta háskólinn?“ spurði gesturinn hissa. „Hjá okkur er eng- inn barnaskóli svona lítill“. Daginn eftir gengu þeir fram hjá gasstöð- inni. „Iívað er þetta? spurði Englending- urinn. „Þetta“, sagði Islendingurinn kæru- leysislega, „þetta er askja utan af rjóma- tertu, sem við fengum frá Englandi“. Á strandstað hér við lana stal maður, Pétur að nafni, peysu úr strandinu. Hann bað svo kunningja sinn að selja peysuna i þorpi þar nálægt, en svo óheppilega tókst til, að peysunni var aftui- stolið af honum. Hann fer þá til Péturs og segir: „Nú fór illa laxi, ég neyddist til að selja peysuskrattann fyrir innkaupsverð". Magnús á Grund í Eyjafirði, sem annál- aður var fyrir ríkidæmi og snilli í fjár- málum, sagði eitt sinn eftirfarandi: „Ég læt krónurnar aldrei liggja hjá mér. Ég læt þær fara, — en þær koma stundum tví- og þrílembdar aftur". * „Dagur letingjans er löng andvökunótt". Byggðu sjálfur musteri þitt og vertu þar æðsti prestur Kristnamurti. Jólabókin í ár uerður: Kína - æfinfýralandið Frásagnir um land og þjóðlíf, ejftir frú Oddnýu E. Sen. í bókinni er líka sérstakur kafli með hinum undurfögru og sérkennilegu kínversku dæmisög- um, sem nefndar hafa verið „perlur kínverskra fornbókmennta". Þessi vandaða bók verður prýdd fjölda mynda. 34 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.