Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 8
Fjórða erindið í flokki Sverris Krist jánssonar: 1 Baráttan um sólina Vorið 1890 varð Bismarck að láta af embætti. Hinn ungi keisari, Vil- hjálmur II. vildi vera sinn eiginn kanzlari og þýddist ekki lengur handleiðslu fóstra síns. Bismarck hafði alla tíð verið meginlandsmað- ur, stefna hans hafði verið að auka veg og veldi Þýzkalands í Evrópu og tryggja þar stöðu þess. Minni skilning hafði hann á nýlendum og lét sér finnast fátt um þær kröfur, sem þegar voru orðnar all-háværar í Þýzkalandi á hans dögum, að rík- ið yrði að afla sér nýlendna í öðrum heimsálfum. Þó vildi svo undarlega til, að meiri hluti þeirra nýlendna, sem Þýzkaland fékk, voru unnar í stjórnartíð hans. En sem stjórn- málamaður var Bismarck maður gamla tímans, sjónarsvið hans var Evrópa og vandamál hennar. Vilhjálmur II. setti markið hærra. Á hans dögum óx og magn- aðist iðnaður og verzlun Þýzkalands um allan helming, þýzk tækni, þýzk- ar vörur og þýzkt auðmagn leitaði til allra heimsálfa og markaða, og því fylgdi vígbúnaður á sjó, sem um stund gerði brezka flotanum þrönt fyrir dyrum. Vilhjálmur II. boðaði það sýknt og heilagt, að hið mikla þýzka ríki hefði orðið afskipt að því, er nýlendur snerti. En Þýzkaland var ekki eitt meðal stórveldanna, er krafðist sólskins. Frá því um 1880 fram að heimsstyrjöldinni 1914 lagði hvert stórveldið á fætur öðru undir sig hinar miklu lendur ann- arra heimsálfa, sem til þessa höfðu ekki verið lögð undir plóg vestrænn- ar menningar. Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari: „Lofið þeim að hata mig, ef þeir bara óttast mig“. Þessi harðsnúna barátta í fjórum heimsálfum ófst nú saman við hinar aldagömlu og óleysanlegu deilur í heimahögum Evrópu. Þá kom það í ljós, að bandalagskerfi Bismarcks var að vísu hin mesta hagleikssmíði, en helzt til brothætt, þegar til átaka kom. Rússland og Frakldand gerðu með sér bandalag árið 1891, sama ár hefði að réttu lagi átt að endurnýja ,,baktryggingarsáttmála“ Rússa og Þjóðverja, en það var ekki gert. Á þessum árum voru miklar ýfingar með Englandi annars vegar og Rúss- landi og Frakklandi hins vegar, í Afríku lenti því saman við Frakk- land, í Asíu við Rússland. Þess vegna reyndi England að vingast við Þýzkaland, en hið vígreifa stórveldi Mið-Evrópu tók ölium tilmælum Framh. á bls. 44. 40 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.