Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Blaðsíða 7
,,Sonur sólarinnar“. er mjög kunnur maður hér í Rvík, fyrir sín aðsópsmiklu ritstjórnar- störf í nærfellt tuttugu ár. En úti á landsbyggðinni hafa menn minni kynni af honum, nema af afspurn. Má því ætla, að margir hafi gaman af að heyra til hans. Eftir erindi M. M. leikur Útvarps- hljómsveitin, aðallega lög eftir Strauss. Þar mun gefast kostur á að heyra nokkra af hinum óviðjafnan- legu Strauss-völsum, sem alltaf eru jafn nýir — alltaf jafn hrífandi, hversu oft, sem við heyrum þá. Flest létt lög eru þannig, að okkur finnast fögur aðeins skamma stund — sum ekki nem.a rétt á meðan við erum að læra þau — en í einf.aldleik sínum eru Strauss-lögin gædd þeim töfrum, sem gera þau sí-ung. Annað hvort var það Wagner — eða þá einhver annar af „hinum miklu meisturum", sem sagðist vildi gefa ár af æfi sinni, til að geta s,amið einn vals eins og Strauss! Á föstudaginn eigum við svo að ÚTVARPSTÍÐINDI „taka undir“ með Páli ísólfssyni & Co. Lögin verða þessi: Fanna skautar. Man ég grænar grundir. Stóð ég úti í tungsljósi. Nú blika við sólarlag. Svífur að haustið. Sjá roðann á hnjúkunum háu, o. fl. o. fl. Á laugardagskvöldið les Lárus Pálsson úr verkum Jónasar Hall- grímssonar. L. P. er ungur leikari, sem hefur dvalið í Danmörku nokk- ur ár undanfarið. Fyrst við leiklist- arnám við leikskóla Konunglega leik- hússins, en síðar sem starf.andi leik- ari. Ár hvert eru valdir tveir úr hópi nemenda, sem fá störf við leikhúsið — og varð L. P. fyrir valinu, er h,ann útskrifaðist, L. P. mun lítið koma fram í útvarpi fyrst um sinn, vegna anna við störf fyrir Leikfjelag Reykjavíkur, en síðar í vetur lætur hann vonandi til sín heyra, og munu þá Útvarpstíðindi ræða við hann um nám h,ans og leiklist hér og erlendis. Lárus Pálsson, leikari. 39

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.