Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Qupperneq 5
fi'ú Guðbjargar Vigfúsdóttur, og fer
vel á, að hún skuli lesa ástaljóð. —
Ekki efast ég um, að vel verði hlust-
að a. m. k. meðal aðdáenda henn-
ar: ungra manna víðsvegar um
^and. Ástalög af plötum fylgja á
eftir lestri Guðbjargar. Smekkleg
ráðstöfun, sennilega komin frá Páli
tsólfssyni.
Þá les Pálmi Hannesson rektor
þjóðsögu, eflaust vel valda, og ekki
er að efast um flutninginn. Pálmi
les alltaf vel, en ekki sízt, þegar les-
efnið er í frásagnar stíl.
Kvöldið endar með gömlum dans-
'ögum, svo að menn geti fengið sér
snúning að síðustu.
Þeir, sem ekki eru ánægðir með
óagskána, þetta kvöld, vil ég segja,
aÖ kunni ekki gott að meta.
Á mánudaginn verður talað um
^aginn og veginn. Sennilega verður
hað Sigfús Halldórs frá Höfnum,
Setti þá „treður upp“. Hætt við, að
rabbið verði laust í reipum eins og
stundum undanfarið — en við skul-
Um vona það bezta.
Þetta kvöld leikur útvarpshljóm-
sveitin íslenzk lög, eftir íslenzka
^öfuntja> Meðal þeirra Karl Run-
°lfsson og Sigurður Þórðarson. Þá
mun og Gunnar Pálsson syngja
nokkur lög við kvæði eftir Matthías
'f°chumsson í tilefni af afmæli
kans.
Áuk erindis Sverris Kristjánsson-
ar verður aðalefni þriðjudagsins 5.
symfonían eftir Beethoven, og skil-
greiningar Páls ísólfssonar á því
Verki. Ætíð síðan útvarpið tók til
starfa, hefur fólk mjög almennt
^yartað um, að það ,,skildi“ ekki
hinar svo nefndu symfoníur. Nú er
tsekifæri til að kynnast viðleitni sér-
fróðs manns í þá átt, að gera öðrum
sinn skilning skiljanlegan á þessum
verkum. Viðfangsefnið er óneitan-
lega mjög erfitt fyrir P. 1., en gam-
an að heyra, hvernig honum tekst.
Kvöldvakan á miðvikudag er nokk-
uð veigamikil.
Knútur Arngrímsson talar um
borgir miðaldanna. Þetta efni virðist
nokkuð utan gátta. Hvað varð-
ar okkur um borgir miðalda? En bót
er í máli, að K. A. mistekst sjaldan
að flytja snjöll og áheyrileg erindi,
og hvað sem vali efnisins líður, þá
býst ég við, að margir hafi gaman af
þessu erindi, enda kemur það víða við.
Hvernig getum vér hugsað okkur
stóra borg, þ.ar sem engin göturæsi
eru, heldur aðeins opnar skólprenn-
ur eftir götunum miðjum, — þar
sem vatn er borið í skjólum, — þar
sem ekkert dagblað er til og allar aug-
lýsingar því kallaðar á götum og út
um dyr húsanna, — þar sem þrengsli
eru svo mikil fyrir húsbyggingar, að
efri hæðir húsanna slúta fram. yfir
þær neðri o. s. frv. — Hvernig skyldi
daglegt líf manna hafa verið þá?
Hvernig umhorfs utanhúss og innan ?
Ýmsum þessum spurningum svarar
Knútur með ákveðnum dæmum, og er
margt broslegt og fróðlegt í frásögn
hans.
Elinborg Lárusdóttir les kafla úr
III. bindi ,,Förumanna“, sem heitir
„Sólon Sókrates“, en það er nafn á
Sölva Helgasyni. Ég hef margt gott
heyrt um Sölva talað, en ekki hef ég
dáðzt jafnmikið að honum fyrir neitt,
eins og það, hvernig hann svaraði,
þegar lesin var fyrir hann „reisu
passi“, sem einhver hafði samið Sölva
til háðungar (stæling á „passa“ Sölva
sjálfs) og voru í honum taldir upp
allir þeir kostir, sem einn mann geta
prýtt og meira þó. Var þetta svo les-
ið fyrir Sölva, og bjuggust menn auð-
sjáanlega við, að hann yrði orðlaus að
loknum lestrinum. En vopnin bitu
ÚTVARPSTÍÐINDI 37