Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Síða 11
stundum svo margar, að hann get-
ur lifað af andvirði þeirra í fjóra
mánuði.
Árið 1890 fer hann á iðnsýningu.
Þar sér hann skel og innan í henni
er Buddhalíkneski úr perlum. Hann
kaupir skelina með líkneskinu fyrir
þrjár svartar perlur.
En þessi skel með Buddhalíknesk-
inu lætur hann ekki í friði. Hvernig
myndaðist þessi perlu Buddha inn-
an í skelinni? Einn dag brýtur hann
skelina og sér, að guðinn, sem einn-
ig hafði brotnað, var elcki gerður
úr perlum, heldur gleri, en yfir
glerinu var örþunnt perlumóðurlag.
Sama dag og hann uppgötvar
þetta, fer hann að finna prófessor
í dýrafræði, Mitsukuri að nafni, sem
flytur fyrirlestra um líf perluskelj-
arinnar. Prófessorinn skýrir fyrir
honum, hvernig (glerguðinn er til
orðinn. Hann hefur verið látinn í
lifandi slcel og skelin síðan myndað
perlumóðurlagið utan um hann. —
Þannig er hugsanlegt, að framleiða
perlur með því að koma hnöttótt-
um smákornum fyrir í skelfiskinum.
En prófessor Mitsukuri varar áheyr-
anda sinn við því, að gera sér allt of
háar vonir í þessu efni. í Evrópu eru
að vísu þannig ,,ræktaðar“ perlur
á boðstólum, en þær komast í engan
samjöfnuð við ósviknar perlur, verð-
mæti þeirra er ekki mikið. Þær eru
óreglulegar að lögun, og jafnvel
þótt þær séu sléttar, eru þær aðeins
hálfkúlumyndaðar. Þær eru gular,
mattar og litbrigðasnauðar. Enn þá
hefur engum tekizt að framleiða
jafnar, hnöttóttar perlur.
Nú veit Mikimoto nóg. Hann sér
fyrir sér heiminn í geislandi perlu-
ljóma. Hann hugsar aðeins um perl-
ur, hann dreymir aðeins um perl-
ur. Hann verður, hann vill, hann
. . . einhvers staðar hjá þér
Danslag kvöldsins, laugardaginn 16.
nóv. Sungið af Herm.Guðmundssyni.
Og dag hvern mætir hún mér,
hún mænir burt, hún ílýtir sér,
hún hverfur hljóðlát sinn veg,
hún er hugsandi og þunglyndisleg.
pað er fagurt í sveitum og fagurt við sjó,
og þó finnur hún aldregi sumarsins ró,
því öll hennar sóskinsþrá er
einhvers staðar hjá þér.
Og þegar bréf þín koma hníga höfug tár,
hverfa í grasið, beizk og sár,
— því hún veit það, að eitt sinn þú
orkar ei meir,
að þú ert þar sem mannkynið þjáist og
deyr.
Hver hræring í sál hennar ætið er
einhvers staðar hjá þér.
skal finna leyndardóminn um þró-
un perlunnar.
Hann flýtir sér aftur til Toba,
selur eigur sínar: skeljar, perlur og
allt sem hann á og flytur með konu
sinni og þrem börnum til afskekktr-
ar eyjar Tatokujima. Þar ætlar
hann að uppgötva leyndardóminn
um hnöttóttu perluna.
Fyrstu þrjá mánuðina gerir fjöl-
skyldan ekki annað en leita að ung-
um lifandi skeljum. Þau finna marg-
ar þúsundir perluskelja og í sumum
þeirra eru stórar, fallegar perlur.
Húsfreyjan og börnin eru glöð,
en Mikimoto er öngur í hvert skipti,
sem þau finna nýjar perlur. Hann
kærir sig ekki um að finna perlur.
Hann vill framleiða perlur.
Framhald í næsta’ blaði.
ÚTVARPSTÍÐINDI
43