Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Page 13

Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Page 13
Erindi Jakobs Kristinssonar fræðslu- málastjóra á sunnudaginn 27. okt., tel ég að hafi verið eitt með snjöllustu og gjör- hugsuðustu erindum, sem lengi hafa ver- ið haldin i útvarp. jJað er annars gaman að veita því eftirtekt, að það virðist vekja almcnnasta hrifningu og fögnuð, ef ein- hverjum tekst að sýna fram á atriði, sem mönnum áður voru ekki ljós, en virðast liggja í augum uppi, þcgar búið er að benda á þau. Eitt slíkt atriði sýndi J. K. fram á í þcssu erindi af aðdáanlegri rök- festu og málsnilld. í bókmenntum okkar, í hugsun og daglegu tali virðist tíðar- andinn þrælbundinn af þeim hugsunar- hætti, að sumir menn séu góðir, alveg yfirgnæfandi góðir, — aðrir vondir. En eftir að hafa hlýtt á erindi J. K. virðist, það liggja í augum uppi, að í þessu tilliti sé munurinn á mönmím sjaldan mjög mikill, þótt hann í fljótu bragði virðist það, vegna þess, hve mismunandi sjónar- mið menn láta stjórna gerðum sínum. Ég vil þakka J. K. erindið, en hiðja les- endur Utvarpstíðinda afsökunai- á, að ekki skyldi vera vakin sérstök athygli á þvi fyrirfram. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum þóttu mér sérlega góð — og vel voru þau lesin. Bezt þóttu mér þessi tvö: Tóbakskerlingin og Hjónin á þverá. páttur V. p. G., þ. 28. f. m., var með lé- legra móti. Virtist lítið undirbúinn. Of mikið að því gjört, að tala um, livað ekki væri ætlunin að tala um. — Oft hef ég lialdið því fram, bæði í gamni og alvöru, að V. þ. G: gæti gert gott úr öllu sem hann læsi, hversu lélegt sem það væri — aðeins með því, livað hann flytti (túlkaði) vel. En lesturinn um daginn sýndi, að þessum góða hæfileika er hægt að ofbjóða. VitS söknum vetSurfregnanna. Á síðastliðnu sumri hefur fallið niður sá þáttur útvarpsstarfseminnar, sem einna almennast mun hafa verið hlustað á úti um byggðir landsins, en það eru veður- fregnirnar. Þótt sumum hafi ekki alltaf þótt veðurspárnar ganga eftir og ýmsir jafnvel þótzt vita betur um vatnsgufur og loftsti'auma en Jón Eyþórsson, mun alla hina minni spámenn (og þeir eru vitan- lega miklu fleiri) hafa skort nokkra ör- yggiskennd, þegar ákveða átti, hvort láta skyldi flekk liggja flatan að kveldi eða breiða sæti að moi'gni. Mun þetta ekki sízt hafa komið sér illa í sumar, þar sem veð- ur voi'u mjög válynd víðsvegar urn land. Eklci tjáir þó að sakast um það, sem liðið er, þegar litið er á allar aðstæður, en þess munu þeir óska, sem eiga allt sitt „undir sól og regni“, að veðui'fregnir megi sem fyi'st bei’ast á ný eftir leiðum útvai'psins út um byggðir landsins. Málspjöll og málvöndun. ])ann 24. f. m. flutti Sveinbj. Sigurjóns son magister þarft erindi í útvarpið, er hann nefndi: Mál og málleysur. Ræddi liann þar m. a. um málfar á neðanmáls- sögu, sem birzt hefur í einu dagblaði bæj- arins. Benti hann þar á ýmis konar mál- lýti, smekkleysur og hugsanavillur.. En því miður er hér ekki um einsdæmi að ræða. Neðýxnmálssögur ýmissa annarra blaða liafa stundum verið með svipuðu marki brenndar og það miklu oftar en skyldi. það liggur í augum uppi, livaða áhrifum almenningur verður fyrir við lestur slíkra ritsmíða. Nú er það svo, að fjöldi fólks, bæði ungt og gamalt, les neðanmálssögur blaðanna sér til dægra- dvalar. Sumir hafa jafnvel ekki tíma til að lesa neitt annað vegna heimilisanna. Er nú sanngjarnt að gera miklar kröfur um málfar þess fólks, sem aðallegn hefur numið frásagnarlist af þess háttar bókmenntum? Hér er urn alvörumál að ræða, sem ekki verður gengið frarn hjá til lengdar. Ýmsir menn hafa réttilega bent á þá hættu, sem máli voru stafar nú af tvíbýli því, sem um stund hefur myndazt í landi voru. En mundi sú hættan minni. sem ÚTVARPSTÍÐINDI 45

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.