Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Qupperneq 14
málinu stafar af hroðvirkni og fákunn-
áttu nokkurra þeirra, er fást við þýðingar
erlendra skcmmtisagna? Losendur blað-
anna hljóta að gera þá sjálfsögðu kröfu,
að þeir einir séu látnir fást við þýðingar
neðanmálssagnanna, sem bera það mikið
skyn á íslenzkt mál, að þeir geti klætt frá-
sögnina í íslenzkan búning, en api ekki
erlenda setningaskipan eða noti orðskrípi,
sem særa og rugla heilbrigðan málsmekk
lesendanna. Og þetta á víðar við en um
blöðin. Ýmsum útgáfufélögum, sem hér
starfa, hættir til að vanda minna mál á
bókum sínum en sæmilegt er. En fyrst
farið er að ræða um nokkuð það, sem
miður er í ritmáli blaða og bólca, verður
ekki komizt hjá að minnast á Ríkisút-
varpið. það flytur þjóðinni hið mælta
mál og hefur átt mikinn þátt í að auka
þekkingu og málsmekk almennings, t. d.
með því að halda uppi á vetri hvrejum
ágætri kennslu í íslenzkri málfræði og
setningafræði. En þó er það engan veg-
inn saklaust af mállýtum og málleysum.
þar hafa komið fram menn, sem ekki
hafa vald á eðlilegu og réttu máli og
sumir jafnvel ýmist verið flámæltir eða
latmæltir. Ráðamenn útvarpsins haia
það vitanlega sér til afsökunar, að þeir
ráði ekki yfir málfæri þeirra, sem erindi
flytja í útvarpið eða koma þar fram á
annan hátt. En þá menn, sem mjög skort-
ir á að kunni að fara með daglegt mál,
á ekki að leiða að hljóðnemanum, til þess
að flytja þar ræðu. Um það munu allir
vera sammála.
' Ríkisútvarpið er menntastofnun, sem
aðstöðu sinnar vegna hlýtur í framtíð-
inni aö beita áhrifum sínum að því að
glæða og fegra málsmekk almennings,
enda munu forráðamenn þess líta þannig
á. Illustendur eru líka <á verði um þá lilið
málsins, sem að þeim snýr. þeir eru þakk-
látir fyrir skemrntileg og fræðandi erindi,
sem ýmsir ræðumenn liafa flutt skörulcga
og á snjöllu ináli, cn við lélega flutt er-
índi nota menn þá óvirku andstöðu að
„skrúfa fyrir", þótt þeir annars hefðu
tíma til að hlusta.
Ríkisútvarpið hefur því tvöfallt hlut-
verlc að vinna i þessuin efnum. það á að
vera metnaðarmál þess að láta sér ein-
ungis „um munn fara“ lireint og fagurt
mál, og það á að fá þjóðina til að hlusta,
en ekki sitja í þögulli andúð við ljóslaust
viðtækið. Ríkisútvarpið vill það, þjóðin
óskar þess. Og tekst þá tveir vilja.
LÚÐRASVEITIN SVANUR
(Sjá forsíðumynd) .
16. nóv. n. k. leikur Lúðrasveitin
Svanur í útvarpið, m. a. í tilefni af
10 ára afmæli sínu þann dag.
Aðalhvatamenn að stofnun hennar
voru þeir Hallgrímur Þorsteinsson
söngkennari, Ágúst Ólafsson gas-
lagningamaður og Óskar Á. Þorkels-
son verzlunarmaður. En í liði með
þeim var strax í byrjun nokkur hóp-
ur ungra áhugasamra manna..
Fljótt tókst þeim félögum að afla
hljóðfæra handa sér — og það án
nokkurs styrks ann,ars staðar frá.
Hefur lúðrasveit þessi ætíð starfað
algjörlega styrklaust og án þess að
hafa tekjur svo teljandi sé.
Allt hið mikla st,arf hljómsveitar-
m.annanna — oftast æfingar annan
hvern dag — hefur því verið
unnið sem áhugastarf. Auk þess hafa
félagarnir orðið að bera kostnaö af
kennslu o. fl. Er því áhugi þeirra
mjög verður virðingar.
Hallgrímur var fyrsti kennari
sveitarinnar, en þrjú síðustu ár hef-
ur Karl 0. Runólfsson tónskáld
stjórnað henni, og hefur hún tekið
miklum framförum á því tímabili.
í stjórn eru nú þeir Sveinn Sig-
urðsson, Elías Valgeirsson og Hreið-
ar Ólafsson.
Mörgum hér í bæ mun vera hlýtt
til þessar.ar lúðrasveitar, enda hefur
hún komið fram til* skemmtunar og
hátíðabrigða við fjölmörg tækifæri
hér í bænum, og munu menn taka
undir það með Útvarpstíðindum, að
árna þessu starfsglaða afmælisbarni
allr,a heilla í framtíðinni.
46
ÚTVARPSTÍÐINDI