Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 8
Perluk ongunnn Framhald Brátt hefur Mikimoto safnað stór- um hrúgum af skeljum. Hann opnar þrjár þúsundir skelja og setur ör- smá perlukorn inn í lifandi fiskinn, nákvæmlega eins og prófessorinn hafði sagt honum og sekkur þeim síðan í djúpið á leynilegum stað. Nú bíður Mikimoto í fjögur löng ár, eftir því að perlumæðurnar um- lyki smákornin og skapi úr þeim stórar, verðmætar perlur. En á meðan hann bíður, heldur hann áfram tilraunum sínum og opnar stöðugt og „sker upp" f jölda lif andi skelfiska. Árið 1894 er Mikimoto orðinn 36 ára. Daginn, sem fjögur ár eru liðin frá því hann sökkti skeljunum í haf- ið, fiskar hann þær upp úr djúpinu. Konan og börnin hjálpa honum til að safna þeim í hrúgur á ströndinni. Síðan ganga þau heim og klæðast viðhafnarbúningi, en Mikimoto er í vinnufötunum. — Með skjálfandi höndum opnar hann hverja skelina á fætur annarri í viðurvist konu og barna. En hvílík vonbi'igði! Þrír fjórðu hlutar skeljanna eru eyði- lagðir af fjölfætlum og sjávar- gróðri, í þeim hluta, sem eftir er, eru aðeins hálfar perlur, sams kon- ar og þær, sem Iengi hafa verið í umferð í Evrópu, og þær eru verð- litlar. Fjögurra ára látlausu striti er á glæ kastað, og eigur fjölskyld- unnar gengnar til þurrðar. Hvað mundi nú taka við? Hver sendinefndin eftir aðra kemur frá Toba og vill fá bæjarfull- trúann heim aftur, Toba getur ekki verið án síns ágæta sonar. En það ber engan árangur. Mikimoto-fjöl- skyldan hefur. ákveðið að gefast ekki upp og hætta ekki fyrr en hún M. Magnúss rithöfundur erindi: „Úr verinu að vestan". Gunnar er vanur sjómaður frá gamalli tíð, en hefur ekki stundað sjó nú um nokkur ár, þar til í sumar, að hann venti sínu kvæði í kross, fékk sér trillu- bát og var með í samfloti margra smærri báta, sem Fiskifélagið skipulagði vestur og norður um land. Gunnar tðk land í Súgandafirði og stundaði sjósókn þaðan í sumar við annan mann. í erindinu segir hann frá ferðinni norður og gefur lýsingu á sjósókn og atvinnulífi vest- ur þar. — Vekur hann athygli á hin- um miklu framtíðarmöguleikum sjávarþorpanna á Vesturlandi. Segir hann, að hagur manna hafi blómgazt þar undanfarin ár — gagnstætt því, sem verið hafi í sumum hinna' stærri kaupstaða. Leikritið á laugardagskvöldið heitir: „Hún vill ekki gifta sig". Það er eftir danska höfundinn Otto M. Möller. Þetta er stuttur ein- þáttungur, smellinn, gamansamur, laglega ritaður. Þó þetta leikrit sé ekki stórfenglegt að efni til, mundu íslenzkir leikritahöfundar nokkuð geta af því lært. Yfirleitt virðist mjög lítið um það, að íslenzkir höf- undar leggi fyrri sig að semja smellna, vel byggða einþáttunga, enda að sumu leyti erfitt verk, jafn- vel erfiðara en að semja lengra leik- rit. En einþáttungurinn er form, sem vel hentar útvarpinu, og ætti því gjarnan að gera eitthvað sérstakt mönnum til hvatningar í þessu efni. 56 ÚTVARPSTÍDINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.