Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 6
um. Heitir landgreifinn þeim hönd Elísabethar, er fremstur sé og dáð- ríkastur söngvaranna. Wolfram af Eschenbach er sá, sem hefur söng- inn og lýsir ástinni, hve hrein hún skuli vera og laus við girndir holds- ins. Næstur hefur Walther af Vogel- weide upp raust sína, og tekur í sama streng. Þá rís Tannháuser upp í ákefð, mótmælir og kveður hina einu sönnu ást vera fólgna í gleði og nautn. Við þetta rís kurr mikill meðal áheyrenda og æsist Tann- háuser svo við það, að hann syngur lofsönginn til Venusar, sem hann söng fyrr í Venusfjallinu.Allir verða sem steini lostnir og ætla riddararn- ir að drepa þann, sem hafi haft slíkt guðlast í frammi. Þá gengur Elísa- beth fram, og biður þá hugsa held- ur um, að frelsa sál þessa vesæla manns, sem sé svo í villu staddur. Tekur síðan landgreifinn til máls og skipar Tannháuser að klæðast tötrum og sameinast hópi pílagrím- annna, sem séu á leið til Róm og fá þar bót synda sinna hjá páfa. Tann- háuser fyllist von um, að sál hans megi verða hólpin, og er söngur pílagrímanna heyrist í fjarlægð, hleypur hann af stað til þess að gjörast einn af þeim, og lýkur þann- ig 2. þætti. 3. þáttur gjörist í dalnum við Wartburg á þeim, stað, er 1. þætti lauk. Wolf- ram og Elísabeth eru þar stödd og biðja þess, að Tannháuser megi hafa fengið fyrirgefningu synda sinna. Heyra þau þá söng pílagrímanna, sem koma aftur frá Róm og fara inn dalinn. Elísabeth verður harla glöð — en þegar hún sér, að Tann- háuser er ekki meðal pílagrímanna fyllist hún sorg og örvæntingu •— hún fellur á kné, og biður guðsmóð- ur að frelsa sál hans frá eilífri glöt- un. Hún gengur svo hægt upp veg- inn til Wartburg. Wolfram verður eftir. Það skyggir óðum, og hann grípur hörpuna, og syngur lofsöng sinn til kvöldstjörnunnar. Þegar dimmt er orðið, staulast Tannháus- er einn inn tötrum vafinn og úr- vinda af þreytu og volæði. Tann- háuser segir Wolfram, að hann hafi fundið páfann, en í stað þess að veita sér syndaaflát, hafi hinn heil- agi faðir látið svo um mælt, að dvöl hans í Venusfjallinu væri dauða- synd, og að hann væri dæmdur til eilífrar útskúfunar. ,,Ekki getið þér fremur komizt hjá kvalabáli helvítis, en þessi stafur í hendi mér getur framar skrýðst grænu laufi“, hafði páfinn sagt.Og núkveðstTann- háuser hafafengið andstyggðá helgi- söng og þ. h. — nú sé sín eina þrá sú, að hverfa aftur í Venusfjallið. — Wolfram hlustar á í skelfingu, en Tannháuser ákallar ástargyðjuna. Þá opnast Venusfjallið, Venus kem- ur í Ijós í allri sinni dýrð, og býður hann velkominn aftur. Wolfram reynir að halda Tannháuser með valdi, og þegar allt annað bregzt, nefnir hann nafn Elísabethar. — Tannháuser stendur þá sem steini lostinn og í sama bili heyrist lík- hringing og söngur ofan af fjallinu. Venus hverfur sýnum, en riddararn- ir og pílagrímarnir koma inn og bera lík Elísabethar á börum milli sín. Segir Wolfram að nú sé sálu Tannháuser borgið, því að Elísa- beth hin hreina og skírlífa hafi gef- ið sálu sína fyrir hans. Tannháuser fellur niður við líkbörurnar og hróp- ar „Heilaga Elísabeth, biddu fyrir mér.“ Andast hann svo. En þá skeð- ur það tákn, að pílagrímsstafurinn 102 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.