Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 14
Tveir góíir upplesarar. Vel hljóp á snærið hjá útvarpinu og út- varpshlustendum, þegar Lárus Pálsson leik- ari kom heim. Ég held, að enginn, sem ég hef heyrt lesa kvæði eða leikrænt efni í útvarp, hafi komizt jafnlangt honum í því að lesa tilgerðarlaust. Ekkert var.taði þó á fullkomna túlkun. Annað, sem mér þótti al- veg sérstaklega gott hjá honum, sem upp- lesara, var það, hversu vel hann sundur- greindi persónurnar. Og að loknum lestri hans var ég sannfærður um, að ég mundi seint heyra til þess upplesara, sem tæki honum fram í þessu. — En viti menn. Nokkru síðar kom Jón Sig. skrifstofustjóri með upplestur úr Sólon íslandus — og hon- um tókst þetta atriði — þ. e. sundurgrein- ing persónanna — enn þá betur. Honum tókst það meira að segja svo vel, að ég og fleiri, sem hlustuðum á hann, vorum sann- færð um það, að hann hefði haft kvenmann sér til aðstoðar, sem hefði leikið fylgikonu Sölva. Síðar hef ég fengið að vita, að svo var ekki. — Þetta má þó ekki skilja svo, að mér hafi þótt Jón lesa betur en Lárus, því sá galli var á upplestri Jóns, að þegar hann lék engan sérstakan, þá las hann heldur leiðinlega og full hratt. Röddin var gróf og ekki viðfelldin. Hann lék sjálfan sig verst, var leiðinlegasta persónan i leiknum! Upplestur Sig. Einarssonar dósents Úr „Fyrstu árin“, eftir Guðrúnu frá Prests- bakka þótti mér sæmilega skemmtilegur. Ekki verður þó sagt, að lesefnið sé til- þrifamikið eða óvenjulegt, en mig langaði til að lesa meira af bókinni, eftir að ég hafði hlustað á þennan kafla. Hygg ég þó, að þar hafi valdið miklu um, hversu prýðilega kaflinn var lesinn, enda tel ég, að Sig. Ein. sé einhver allra bezti þulur (á almennt lesmál), sem í útvarpi heyrist. Nú hef ég lesið bók þessa í heild, og öll er hún að því leyti eins og þessi kafli, sem Sig- urður Einarsson las: viðburðarásin dauf- leg og stíllinn heldur rislágur. En þó er eitthvað það við bókina, sem veldur því, að ég sé ekkert eftir þeim tíma, sem ég eyddi í að lesa hana. Með hógværð og alúð tekst höf. að sýna lesandanum ýmsa hvers- dagslega hluti í því ljósi, sem við sáum þá sem börn. Við sjáum þá með augum drengs- ins, sem er aðal persóna sögunnar. Og ekki tel ég ólíklegt, að bókin geti orðið mönn- um til nokkurs skilningsauka á sálarlífi barna. Frú Elinborg Lárusdóttir og frú Unnur Bjarklind lásu nýlega upp úr skáldverkum sínum í útvarpið. Er það skemmst af þeim upplestri að segja, að mér þótti lítið til hans koma, bæði að því, er efni og fram- sögu snerti. Frásögnin var daufleg og til- þrifasnauð. Hvorug þeirra náði því valdi á lesefninu, að það heillaði áheyrendur, snilldina vantaði. Ég skal þó ekki harð- neita því, að vart yrði við listrænan tón í kaflanum, sem „Hulda“ las, en slíkt gat ég aftur á móti ekki fundið hjá frú Elin- borgu. Mér þykir heldur hafa dofnað yfir vini mínum, Sölva Helgasyni, í fóstrinu hjá frú E. L., a. m. k. eins og hann kom fram í þeim kafla, sem frúin las þ. 13. nóv. s. 1. — Sanngjarnt er að geta þess, að ég hef hitt menn, sem eru á gagnstæðri skoðun um þessa upplestra. Úr bréfi. Hafnarfirði, 25. nóv. 1940. Líkar illa við varaþulinn. Mér leiðist að hlusta á varaþulinn nýja. Okkur hér finnst rödd hans hrjúf og gróf- gerð — blátt áfram hryssingsleg. — Hann ætti að reyna að vera dálítið mýkri í máli! Þrátt fyrir þetta langar mig til að sjá mynd af honum. Með kveðju til Tíðindanna. S. Stefánsdóttir. „Góður árangur". Mér finnst óviðfelldið að heyra hvað eft- ir annað í fréttunum talað um, að hin við- bjóðslegustu hermdarverka stríðsaðiljanna, hafi verið framin með „góðum árangri", eins og komizt er að orði. Slíkur árangur getur aldrei verið góður. Réttara væri auð- vitað að segja: með miklum árangri. Þingeysk kona. 110 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.