Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Síða 18

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Síða 18
Frá Húsavík er skrilað: Erindi hr. Sveinbjörns Sigurjónssonar magisters um mál og málleysur virðast mér sannarlega vera orð í tíma töluð. Er hörmulegt að sjá hina svokölluðu ís- lenzku á sumum hinna þýddu bóka, sem út koma — og reyndar á sumum írum- sömdum líka. Ég vil leyfa mér að benda lierra mag- isternum á eina þýðingu, sem ég held, að hljóti að eiga met í óvandaðri íslenzku, en það er Þýðing eftir Magnús Guðbjörns- son á sögunni Anthony Adverse eftir Hervey Allen (útgefandi Vikuritið). Saga þessi er skemmtileg og sjálfsagt lesin af mörgum, en þeim mun skaðlegra er, hve þýðingin er slæm. — Gæti ég bezt trúað, að nægilegt efni í eitt útvarpserindi feng- ist með því að taka til athugunar eina til tvær blaðsíður í sögunni — og mætti taka hvaða blaðsíðu sem væri. En jafnframt og gerðar eru þær sjálf- sögðu kröfur til þeirra, sem rita og þýðu bækur, að Þeir vandi málið, verður, jafnvel enn fremur, að gera þær kröfur til útvarpsins, að það, sem þar er flutt, sé á góðri íslenzku. En á því vill stund- um verða nokkur misbrestur, einkum í fréttum og tilkynningun. Ég hef, því mið- ur, ekki skrifað neitt slikt niður hjá mér til minnis eða tilvitnunar, en þó man ég eftir því, að fyrir nokkrum dögum var orðið læknir haft í þolfalli eintölu með greini, læknirinn, og einn ræðumað- urinn talaði um brezka situliðið. Mér finnst, að þetta muni ekki vera góð ís- lenzka. Og í gær Ias þulurinn tilkynn- ingu með svohljóðandi inngangi: „Hér er tilkynning um jarðarför, sem vorður endurtekin, vegna misritunar í tilkynn- ingu, sem lesin var í gær —“. þetta er, vægast sagt, klaufaleg framsetning, því að varla hefur misritunin „í gær" verið svo alvarleg, að þurft hafi að endurtaka jarðarförína! 11. des. 1940. S. K. Undanfarið liafa hlustendur oft látið til sín heyra um val á þulum Ríkisútvarps- ins. Og alvörumál er það, að þegar einn fer, kemur alltaf annar verri. Sigfús Halldórs frá Höfnum hefur al- drei vakið neina lirifningu meðal lilust- enda með rahbi sínu „um daginn og veg- inn“. það var því alveg óþarfi fyrir hann að rjúka upp á nef sér út af hinum meinlausu ummælum Útvarpstíðinda. Sverrir Kristjánsson er góður fyrirles- ari og fyrirlestrar lians i bezta lagi. En ckki mun það vea nema lítill hluti hlust- enda, sem áhuga liefur fyrri efninu, sem hann tók til meðferðar. Allir ern „spenntir" fyrir Kristinu Lafr- ansdóttur, og sagan virðist vera mjög við hæfi Ilelga Hjörvars til flutnings — þó hann raunar lesi allt vel. — En það held ég að væri góð tilhögun, sem stungið hef- ur verið upp á, að láta lesa söguna oft- ar, t. d. annan hvorn dag 15—20 mínút- ur í einu; en fyrir alla muni ekki seint á kvöldin. Eftir að klukkan er orðin 9 vilja sveitamenn fara að hátta og lesa sjálfir í rúminu. — það er hver sjálfum sér næstur. Kvöldvakan 4. desember var góð. — Bjarna Ásgeirssyni hefur aldrei tekizt betur með það, sem hann hefur farið með í útvarp. — Annars ætti hann að „punta upp á“ Búnaðarritið með þessari ferðasögu þeirra félaga. Ungfrúin, sem lært hafði framsagnar- list hjá Ilaraldi Björnssyni, las hin á- gætu kvæði Davíðs frá Fagraskógi allvel og gjarnan mætti hún koma aftur, en þó kann ég alltaf bezt við lestur þeirra, sem ólærðir teljast í listinni. Jón Eyþórsson bregzt sjaldan. Hann fór vel með erindi Páls bónda Sigurðs- sonar, er gaf m. a. ágæta hugmynd um hörmungar þær, sem dundu yfir bænda- stéttina 1882. Ekki þarf neinum getum að því að leiða, hvemig fara mundi fyrir bændum nú, ef slík harðindi geysuðu. ~ 162 ÚTVAJRPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.