Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 7
Dóitirin kemur. Útvarpsleikur eftir Ejnar Howalt. „Dóttirin kemur“, eftir Ejnar Howalt, verður leikinn í útvarpið á laugardagskvöldið 8. febr. Útvarps- tíðindi hafa fengið eftirfarandi upp- lýsingar hjá þýðanda leiksins, Jóni úr Vör. Leikur þessi er eftir danska höf- undinn Ejnar Howalt, og hefur ver- ið fluttur bæði í danska og norska útvarpið. — Hann fjallar um eitt af vandamálum nútímans, rótleysið í ástamálunum og afleiðingar þess. Hér eru bollaleggingar hinna frjáls- lyndu lagðar á vog reynslunnar. Höf- undur dæmir ekki, en lætur atburði og afleiðingar æskusynda annarrar aðalpersónu leiksins talá skýru og óvefengjanlegu máli. * Leikurinn gerist á heimili Ham- manns ritstjóra, ýmist í einkaskrif- stofu hans eða dagstofu. Það er á fertugsafmæli ritstjórans, og í tilefni af því borðar hann kvöldverð heima hjá sér ásamt vinstúlku sinni, Bettý, sem er fráskilin kona, og Klein for- stjóra, sem er einkavinur hans og Sonju, sem er vinkona Kleins. Þeir, Hammann og Klein, eru ógiftir og mjög frjálslyndir í ástamálum. Og hefst leikurinn á því, að þeir hafa setzt inn í einkaskrifstofu ritstjórans á meðan stúlkurnar hafa kjólaskipti. Hammann segir m. a.: ,,Ég hef verið að velta því fyrir mér, hversu mikil breyting er orðin á manni frá því maður var tvítugur, draumlyndur, ó- spilltur unglingur. Ég held ég hafi einhvern veginn glatað hæfileikanum til að verða virkilega hamingjusam- ur. Ég get t. d. tekið samband mitt við konur. Hin forna gleði yfir því, að vinna og tapa, er horfin. Það er komið eitthvað grátt og hversdags- legt í staðinn — einhver leiði og þreyta, — en samt getur maður ekki siitið sig lausan — jafnvel ekki ó- giftur maður. — Manni er einhvern- veginn farið að þykja þessar ófrjóu samvistir við konur einhver sjálf- sagðasti liðurinn í daglegu lífi manns. E. t. v. er það þrátt fyrir allt einhver leit og óljós von um, en enn- þá leynist með okkur hæfileikinn til að öðlast hamingju hins tvítuga unglings". Hér verður ekki rakið efni leiksins, en aðeins fullyrt, að „söguþráður“ hans — atburðarásin — er „spenn- andi“ eins og í hrífandi skáldsögu. Leikstjóri verður Lárus Pálsson og leikur hann Hammann ritstjóra. / barnatímanum sunnud. 2. febr. flytja þær Mjöll og Drífa leikrit fyr- ir börn, er þær hafa siálfar samið eft- ir þjóðsögunni um Gilitrutt. Á kvöldvökunni 5. febrúar flytur Thor- olf Smith fréttaritari útvarpsins erindi um Panamaskurðinn. Thorolf sigldi um skurðinn í ársbyrjun 1937 og hafði þar nokkra viðdvöl. Mun hann lýsa sigling- unni um skurðinn og segja nokkuð frá þessu mikla mannvirki, en skurðurinn er, sem kunnugt er, talinn eitt af furðu- verkum heimsins og hefur ómetanlega þýðingu bæði viðskiptalega og hernaðar- lega. ÚTYAEPSTÍÐINDI 223

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.