Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Blaðsíða 9
EINAR WALLQUIST: Undir bjarndýrshrammi. Niðurl. Eftir nokkra stund hætti björn- inn að tanna hann, labbaði nokkur skref frá honum og lagðist þar nið- ur, og var eins og hann væri að at- huga, hvort nokkurt lífsmark sæist með manninum. Eskil þorði hvorki að hreyfa legg né lið, og næstu mínútur liðu í kvala- fullri óvissu og voru jafnvel enn ægi- legri en árásin sjálf. Hvað mundi nú verða? Ætli björninn kæmi aftur og lyki við að rífa hann í sundur, eða skyldi hann hafa sig á brott, á- nægður yfir þeirri ráðningu, sem hann hafði gefið sínum gamla erfða- fjanda, manninum? Eskil skildi ekki síðar, að hann skyldi halda fullu viti þessar löngu kvalafullu mínútur. Loks stóð björninn upp, kom aft- ur að Eskil, lagðist enn með öllum þunga sínum ofan á hann og tók á ný að bíta hann, en nú í bakið og fæturna og enn óvægilegar en fyrr. Hann varð að taka á því þreki, sem hann réð yfir, til þess að hljóða ekki. Skyldi þessum kvölum aldrei linna? Hve lengi björninn hélt áfram að bíta hann í þetta skipti, vissi Eskil ekki, en honum fannst það eilífðar- tími. Þegar bangsi þóttist viss um, að ekkert líf væri með manninum, ^íabbaði hánn dálítið til hliðaSr og lagðist niður. Enn á ný kom sama kvalafulla biðin? Hvað mundi hann gera, ef hann kæmi nú í þriðja skipt- ið? Allt hringsnerist í huga Eskils, og sálarkvalirnar voru sízt minni en þær líkamlegu. Honum lá við að æpa upp af skelfingu, þegar hann heyrði þung skref bjarnarins færast í átt- ina til sín. Nú mundu kvalirnar byrja á ný. En nú beygði björninn sig að- eins yfir hann og sleikti með áfergju blóðið, sem rann úr sárunum. Eftir nokkra sund virtist hann ánægður, hætti að sleikja og þrammaði burt og hvarf inn í skóginn. Eskil lá eins lengi kyrr og hann taldi nauðsynlegt. En þegar hann taldi óhætt, fór hann að draga sig í áttina til kofans. Gengið gat hann ekki, nema með mestu þrautum, enda sóttist honum ferðin seint. Með mikl- um erfiðismunum náði hann þó loks heim að kofanum. Fjölskyldan þótt- ist hafa heimt hann úr helju, því að allir töldu víst, að hann hefði orðið birninum að bráð. En vegna þess, að engin byssa var til á bænum, þorði enginn að hætta sér út honum til hjálpar. Þegar menn sáu, hve illa Eskil var útleikinn, var þeim ljóst, að þeir yrðu að ná í læknishjálp. Nokkrir heimamenn, sem unnið höfðu annars staðar um daginn, komu nú heim. Þeir höfðu byssur með sér og voru þegar sendir til næstu byggð- ar til þess að sækja hjálp. Það var liðið langt fram á nótt, þegar þeir komu aftur með menn og sleða, og allan þann tíma varð Eskil að bíða, án þess að hægt væri að lina þján- ingar hans. Hann var nú borinn í sleðann og bundinn varlega. Síðan var haldið út á snjóbreiðuna, út í náttmyrkrið. Ekki var laust við, að nokkur geigur væri í mönnum, þvi að enginn vissi, nema bjarndýrið kynni að vera á næstu grösum. En nú voru þeir vel vopnaðir og það ÚTVARPSTÍÐINDI 225

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.