Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Síða 15

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Síða 15
Reglur um hagnýtingu útvarps. Útvarpstæki má ekki nota til viðtöku á öðru en útvarpsefni. Útvarps- notandi, sem af tilviljun hlustar á aðrar þráðlausar talsendingar eða loft- skeyti, má ekki flytja slíkar fregnir öðrum og heldur ekki hagnýta sér þær í fjárgróðaskyni á einn eða annan hátt. Útvarpsviðtæki telst í reglugerð þessari hvert það tæki, sem hagnýtt er til viðtöku útvarpsefnis, þar með talið gjallarhorn,sem hagnýtt er með línu frá öðru heimili. Óheimilt er útvarpsnotanda að hagnýta sér útvarpsefni til fjárgróða, til dæmis með upptöku þess á hlj'/ínpKjtur (grammófón) eða með útgáfu á prenti. Heimilt er útvarpsnotanda að hagnýta sér útvarpið eftir vild með lín- um til fleiri gjallarhorna og heyrnartækja, en aðeins innan síns heimilis, skina, samkomusalar o. þvíl. En sé viðtækið notað með línum til annarra heimila, greiðir hvert heimili fullt afnotagjald. Útvarpsnotanda er heimilt að taka viðtæki með sér í ferðalög, án þess að greiða aukaafnotagjald af þeim þess vegna. Útvarpsnotandi er á hverjum tíma háður ákvæðum laga og reglu- gerða um eftirlit með hagnýtingu raforku og útvai*psviðtækja. Eftirlitsmenn útvarpsins, landssímans og rafmagnsstjórnarinnar á hverjum stað, skulu hafa óhindraðan aðgang til eftirlits með útvarpsvið- tækjum og hlutum slíkra tækja og allri hagnýtingu rafmagns í sambandi við útvarpsviðtæki, samkvæmt 68. gr. reglugerðar. BústaÖaslcipti skulu samstundis tillcynnt skrifstofu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið. ÚTYAEPSTÍÐINDI 271

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.