Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Qupperneq 12

Útvarpstíðindi - 28.04.1941, Qupperneq 12
Stefán Jónsson: .Á fttmum vegi. Sögur. — Isafoldarprentsmiðja h. f. 1941. það hefur verið hljótt um þetta smá- sagnasafn Stefáns Jónssonar. Hann á þó skilið betra hlutskipti en þögnina. í safni þessu eru sjö sögur, allar með einkenni góðs höfundar, þótt nokkuð séu þœr mis- jafnar að gæðum. Stefán er athugull höf- 'undur, glöggur, samúðarfullur og hlý- legur. Og hann velur sór venjulega sögu- efni, sem snerta hinn sálræna mann. Hann skyggnist undir yfirborð hvers- dagsleikans, sér þar snurðurnar, sem spilla hinni sönnu gleði í lífi fólksins, og agnúana, sem verða fótakefli manna. Og hann sér eina bót við flestum mein- um í sambúð manna: það er skilningur- inn á högum og aðstöðu annarra. En það er hinn þröngi vegur. Árni Friðriksson fiskifræðingur flytur erindi þriðjudaginn 6. maí, sem hann nefnir „Vertíðin, sem leið“. Jtetta eru að vísu ekki nein ný sann- indi, en Stefáni tekst mörgum fremur að leiða þau í ljós, svo að þau veki góð og rétt áhrif. „Að liðnum sólstöðum", síðasta og vcigamestar sagan, túlkar þessa lífsskoð- un vel. það finnst mér bezta sagan. — „Prófið", ævintýraleg frásögn um Fátækt og Auðlegð, Sorg, Áhyggjur og Léttúð, er að mínum dómi Jökust. Á stöku stað finn- ast hnökrar í máli, en stíll hans er yfir- leitt aðlaðandi og kíminn. Sögurnar eiga skilið að vera lesnar af almenningi. G. M. M. Drög að dagsþrá vikuna frí 11. mat fil 17. mal Sunnudagur 11. maí. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). Sálmar: 512, 303, 573, 154* 574. 19.00 Bai-natimi (Loftur i Nýja Bíó). 20.20 Knattspyrnufélagið Valur 30 ára (Ræður og söngur). Mánudagur 12. maí. 20.30 Um daginn og veginn. 20.55 Útvarpssagan. 21.26 Útvarpshljómsveitin: Þjóðlög frá Tyrol. Einsöngur: Kristín Einars- dóttir. Þriðjudagur 13. maí. 20.30 Erindi: Lofthernaður og loftvarnir, II. (Agnar Kofoed-Hansen). Miðvikudagur 14. maí. 20.30 Erindi: íslenzkur ævintýramaður á Grænlandi (Árni Óla). 21.40 „Séð og heyi’t“. , Fimmtudagur 15. maí. 20.30 Minnisverð tíðindi (Sigurður Einars- son). 21.00 íslenzk fræði í Bi’etlandi (Thurville Peters). (Plötur). Föstudagur 16. maí. 20.30 Útvai-pssagan. 21.20 Garðyrkjuþáttur (Jóhann Jónasson, ráðunautui'). Laugardagur 17. mai. 20.30 Leikrit: Kaflar úr „Vor ære og vor makt“, eftir Nordahl-Grieg. Leikstj.: Lárus Pálsson. 420 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.