Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Qupperneq 14
I
varpsráðs, dags. 10. febr. og undirritaÖ af for-
manni, Jóni Eyþórssyni, var svohljóðandi:
..Utvarpsráð getur ekki fallizt á staðhæf-
ingar yðar, að erindi Sigurjóns læknis,
..Lífskjör og heilsufar“, hafi verið svæsin á-
deiluræða.
Utvarpsráð vill vinsamlega benda yður á,
hvort yður muni ekki skorta fræðileg skil-
yrði til að halda uppi rökræðum í máli því,
sem um er deilt. Má og á það minna, að þér
hafið þegar fengið að lesa í útvarpið kafla úr
þýddri bók, sem harðlega hefur verið gagn-
rýnd af sérfræðingum.
Utvarpsráð telur því ekki rétt að verða við
ósk yðar um erindaflutning, frekar en orð-
ið er, um þessi efni.
Ut af niðurlagsgrein í bréfi yðar skal það
tekið fram, að forseti Náttúrulækningafélags
Islands hefur á undanförnum árum flutt all-
mörg erindi í útvarpið, sem hvergi nærri
hafa verið laus við ádeilur. Þykist útvarpið
því á engan hátt standa í óbættum sökum
við Náttúrulækningafélagið, þótt það kunni
að hafa orðið fyrir nokkurri gagnrýni í út-
varpserindum Sigurjóns læknis'*.
I alllöngu bréfi dags. 24. febrúar, hrek ég
þessar ástæður útvarpsráðs — ef ástæður skyldi
kalla — lið fyrir lið. Rúmsins vegna sleppi ég
að greina frá því hér, enda þarf ekki langa yfir-
vegun til að sjá, að bréf þetta er ekkert annað
en marklausar og einskisverðar viðbárur.
Heimta ég því í bréfi mínu skýr og afdráttar-
laus rök fyrir synjuninni á erindi mínu, ef út-
varpsráð vilji ekki liggja undir því ámæli, að
hafa beitt skýlausri hlutdrægni. Svar útvarps-
ráðs, dags. 4. marz, var stutt og laggott, einnig
undirritað af J. E.
,,Þar sem þér óskið eftir ..skýrum og af-
dráttarlausum rökum“ fyrir synjun útvarps-
ráðs á flutningi erindis yðar, skal yður tjáð,
að útvarpsráð telur sér ekki skylt að rökræða
ástæður fyrir því, að erindum er hafnað eða
þau samþykkt. Mundi slíkt vera ærið taf-
samt, enda ekkert sem mælir með því, að
mehn eignist slíka kröfu á hendur útvarpinu,
þótt þeir bjóði því efni til flutnings“.
Vörnin er hér jafnmáttlaus og fyrr, ,,rökin
út í hött. Því að kröfur mínar um ,,skýr og af-
dráttarlaus rök“ eru engan veginn byggð á því,
að ég hafi ,,boðið því efni til flutnings“, held-
ur hinu, að ég þykist beittur órétti, að fá ekki
að verja mig og minn málstað, úr því leyft hef-
ur verið, að á mig væri ráðizt.
Eg hefi því þrefalda ákæru á útvarpsráð út
af þessu máli:
1. Það leyfir flutning tveggja útvarpserinda,
sem innihalda harða ádeilu á félag og ein-
staka menn, eh ádeilur eru bannaðar í regl-
um útvarpsins; auk þess eru þar svo mikiar
málalengingar, að stytta mætti það a. m. k.
um helming, án þess að efnið raskaðist.
2. Það synjar mótaðilanum færis á að reifa mál-
ið frá sínu sjónarmiði. Erindi Jónasar Kristj-
ánssonar hafa fjallað um önnur efni, og
koma að því leyti þessari deilu ekkert við.
3. Það rökstyður synjunina með vífilengjum ó-
samboðnum stofnuninni.
Ríkisútvarpið er ekki einkaeign útvarpsráðs,
heldur eign allrar þjóðarinnar. Misbeiting valds,
slík sem þessi, er því vítaverð og á að koma
fyrir almennings sjónir. Utvarpstíðindi eru ein-
mitt réttur vettvangur fyrir slíka gagnrýni. Vil
ég tjá ritstjórunum þakkir mínar fyrir að birta
þessa greinargerð í blaði sínu, og tel að þeir
sýni með því, að útvarpsnotendur geti öruggir
litið á blað þetta sem sitt málgagn, þar sem
þeir geti komið á framfæri kurteislega orðuðum
og vel rökstuddum aðfinnslum og gagnrýni um
dagskrá og starf útvarpsstjórnarinnar, sem
hljóta að veita forráðamönnum útvarpsins ólíkt
meira siðferðilegt aðhald, heldur en bréf til
þeirra sjálfra.
Reykjavík 10. apríi 1942.
Björn L. Jónsson.
Mishermt.
Jón Páisson, fyrrv. bankagjaldkeri, óskar þess
getið, að það sé rangt hermt í ,,rödd“ í Ut-
varpstíðindum fyrir skömmu, að hann hafi sagt
í ræðu sinni á Arnesingavökunni, að Árnesing-
ar tali betri íslenzku en aðrir landsmenn. Hann
kveðst einungis hafa vitnað í orð merks manns
fyrir mörgum árum.
Seljum sútaðar gærur, hvítar og mislitar.
Sútum allskonar skinn.
Kaupum selsskinn, kanínuskinn, kálfs-
skinn og refaskinn hæsta verði.
Sútunarverksmiðjan h. f.
Vatnsstíg 7 — Reykjavík.
354
ÚTVARPSTÍÐINDI