Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTIÐINDI 221 SEGIR FINNBDRG ÚRNIÍlLFSDáTTIR TILKYNNINGAÞULUR „HVER A ÓMÞÝÐU og viðfelldnu röddina, sem við heyrum í tilkynn- ingatímum útvarpsins á kvöldin?“ Þannig hafa ótal útvarpshlustend- un spurt. — Og raunverulega er skömm að því, að Útvarpstíðindi skuli aldrei hafa ljóstað þessu upp. Eigandi þessarar raddar er Kinn- borg Örnólfsdóttir, en hún hefur oft skemmt útvarpshlustendum með upp- lesti'i á ýmsum dagskrárliðum, og einnig hefur hún farið með hlutverk í nokkrum leikritum, sem flutt hafa verið í útvarpið. Útvarpstíðindi sneru sér nýlega til Finnborgar og báðu hana að segja hlustendum eitthvað um sjálfa sig og starf hennar hjá útvarpinu. En hún færðist heldur undan því; — kvaðst ekkert markvert hafa að segja, og helzt vilja vera „óþekkta röddin", sem þyldi tilkynningarnar í hljóð- nemann. Vér tjáðum henni, að nú kæmist hún ekki lengur upp með slíkt, því að hlustendur heimtuðu, að fá að vita eitthvað um hana. „Jæja, þá er víst bezt að leysa frá skjóðunni“, sagði Finnborg brosandi. „Ég er fædd á Súgandafirði, og er 28 ára. Faðir minn er örnólfur Valdimarsson, útgerðarmaður. Móðir mín var Finnborg Kristjánsdóttir, en hún er látin. Ég hef lesið tilkynningar fyrir út- varpið frá því 1. apríl 1946. Fyrst las ég þær á móti Guðbjörgu, en frá Finnborg Örnólfsdóttir. því í september í haust hef ég lesið þær ein. Mér líkar starfið prýðilega", sagði hún ennfremur. „Annars er stund- um töluverður vandi að lesa tilkynn- ingarnar, og maður hlýtur að hafa dálitla ábyrgðartilfinningu við starf- ið. Þetta er efni, sem greiddir hafa verið fyrir ærnir peningar, og það er afar leiðinlegt, ef maður grípur sjálfa sig í því, að hafa lesið tilkynn- ingu illa eða farið rangt með efni hennar.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.