Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Síða 24

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Síða 24
241) ÚTVARPSTÍÐINDI KAFLI ÚR KLDHÚSDAGSRÆÐU. Margir af alþingismönnum okkar eru vel hagorðir, svo sem kunnugt er. í eld- húsdagsrœðu sinni í útvarpinu komst Skúli G'uðmundsson svo að orði: — „í næsta mánuði verður lýðveldi okkar þriggja ára. Sú lýðveldisbygging, sem hér hefur verið að rísa á þessum árum, kem- ur mér þannig fyrir sjónir, í fám orðuin sagt: IIús í smíðuin. Hljómar í viðum hefils raust og sagar kliður. Háa stiga á stafni og hliðum stíga smiðir upp og niður. Hainrar og axir höggva og sníða. Höllin á að fríkka og stækka. Efni safna ýtar víöa. Enn skal lurninn breikka og hækka. Yfirsmiður, æruverður, aldarprýði, líkur jarli, öllu stjórnar, aldrei verður orða- og ráðafáll þeim karli. Tæmist vorar timburlilöður, íæknin hjargar, nýrra daga. Allar hallar undirstöður upp í turninn smiðir draga“. VORVÍSUR. Eftirfarandi vorvísur hafa Útvarpstíð- indum borist frá Auðunni Br. Sveinssyni frá Refsstöðum: Gróa allar grundir senn, gaman spjalla tungur. Vorið kallar: Vakna enn viðar fjallabungur. Leysist vandi, brosa blóm. Blána grandar heiðar. Geysist andi. Hæltkum hljóm. Hlána strandir breiðar. BLAÐAMANNASKÁL. 1 miðdagsveizlu er Kristján Skagfjörö framkvæmdarstjóri Ferðafélags islands liélt blaðainönnum, kastaði Hallgrímur Jónasson kennari fram þessari stöku: Skagfjörð fann að þorsti þá þessum brann í sálum. Blessum liann og bergjum á hlaðamanna skálum. Á FERÐ UNDIR ESJU, Og þessar stökur orti Hallgrímur eilt kvöld um sólarlagsbil — á ferð undir Esju: Vermir blærinn völl og hól, verpur bæinn gljáa; eftir daginn ekur sól út á sæinn bláa. Geislarjóð þá fegrar fjöll l'eðraslóðar minnar. Laugasl blóði Esjan öll aftanglóðar þinnar. Sýnist hik á sólarför, særinn kvikur blánar —, er hún stikar yztu skör úti’ í bliki Ránar. Greiptu hvarma glöð og hrein gullin bjarma fJosi. Djúpra harma mýktu mein mildu varma brosi. Utvarps- AUGLÝSINGAfí og TlLKYNNlNGAfí Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virku daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðrum tímum. Sími 1095.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.