Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTIÐINDI
303
koma út há 1 fsmá naðarlega.
Árgangurinn kostar kr. 25.00 og
greiðist fyrirfram. — Uppsögn er
Imndin við áramót. —, Afgreiðsla
Hverfisgötu 4. Sími 5040. Heima-
sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907.
Útgefandi: H.f. Hlustandinn.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm-
ur S. Vilhjátmsson, Brávallagötu 50,
sími 4903, og Porsteinn Jósepsson,
Grettisgötu 86.
Imræður
um úfvarpið
OF LÍTIÐ er rætt í útvarpinu um
útvarpið sjálft. Fyrir meira en ári
síðan töluðu útvarpsmenn á hverjum
sunnudagsmorgni um dagskrána og
ýmislegt í sambandi við hana og
svöruðu um leið gagnrýni sem birzt
hafði í blöðum á útvarpið. Þessir
þættir voru vinsælir meðan þeirra
naut við, enda fylgdust útvarpshlust-
endur mjög vel með þeim. Það kom
meðal annars fram í bréfum, sem
bárust í Raddir hlustenda. En hætt
var við þættina. Sama sagan og um
aðra þætti, sem teknir hafa verið
upp — byrjað hafa vel, en lognazt
út af. Þetta er mjög miður farið.
Fyrir fáum dögum flutti Snorri
skólastjóri á Akureyri erindi í út-
varpið, sem hann kallaði Börnin og
útvarpið, en í raun og veru fjallaði
erindið um miklu meira en börnin
og útvarpið. Það var um efnisflutn-
ing útvarpsins almennt, þó að Snorri
legði aðaláherzluna á það, sem sér-
staldega snerti börnin og skólana. •—•
Erindi þetta var hið merkasta, og
kom skólastjórinn með margar til-
lögur til úrbóta um leið og hann
gagnrýndi efnisflutninginn, stjórn
útvarpsins og annað í sambandi við
það. Snorri Sigfússon ræddi nokkuð
um það, að stjórn útvarpsins væri
ekki skipuð á hinn heppilegasta hátt.
Taldi hann óheppilegra að stjórn-
málaflokkarnir kysu fulltrúa sína í
útvarpsráð heldur en að útvarps-
hlustendur gerðu það eins og var
fyrrum. Hélt hann því líka fram, að
félög útvarpsnotenda hefðu haft góð
áhrif og myndað nánara samband
milli útvarpsins og hlustendanna en
nú væri milli þessara aðila. — Út-
varpstíðindi verða að fallast á þessa
skoðun. Það er víst, að áhugi fyrir
útvarpsmálum er meiri þar sem út-
varpsnotendafélög eru starfandi, og
þar með leggja hlustendur meiri alúð
við þetta mikla menningarfyrirtæki.
Það hefur líka viljað við brenna síð-
an stjórnmálaflokkarnir fóru að
kjósa útvarpsráð á Alþingi, að meiru
hefur ráðið annað sjónarmið en það,
að fulltrúarnir væru sérstaklega hæf-
ir til að veita stofnun eins og út-
varpinu forstöðu. — Þá drap skóla-
stjórinn á það, að hann teldi heppi-
legra, að formaður útvarpsráðs væri
fastur starfsmaður útvarpsins, eiri's
og skólastjóri, en hann hefði síðan
sér við hlið annan starfsmann, skrif-
stofustjóra. Þetta er líka áreiðanlega
viturleg tillaga. Eins og nú er hefur
formaður útvarpsráðs starf sitt fyr-
ir útvarpið í algerum hjáverkum.