Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 4
364 ÚTV /VRPSTÍÐINDI Formaður útvarpsráðs þarf nauð- synlega að taka daglega þátt í starf- rækslu dagskrár. Hann þarf að hafa fastan viðtalstíma í skrifstofu ráðs- ins daglega, en svo er ekki nema með höppum og glöppum. I raun og veru má segja, að útvarpið sé hálfgerð hornreka hjá okkur. Það starfar fyr- ir nær allan landslýð. Starfstími þess er meirihluti dags alla daga ársins. Þó er svo að því búið um mannafla, að engu tali tekur. í skrifstofu út- varpsráðs eru að eins þrír menn, sem starfa að dagskránni, og það er langt frá því að vera nóg. Til samanburð- ar má geta þess, að við dagblöðin í Reykjavík starfa 7—10 menn — og óhætt er að segja, að þeir hafa allir meira en nóg að gera. Þó verður að vanda miklu meira til flutnings efn- is í útvarp en greinar dagblaðanna, og oftast miklu erfiðara að fylla það rúm, sem þarf að fylla í útvarpinu, heldur en í dagblöðunum. Starf út- varpsmanna byggist ekki aðeins á dugnaði þeirra, heldur ekki síður á því, að þeir hafi ríkt hugmyndaafl, en það vill oft kafna í þrældómi hjá mönnum, sem hafa allt of mikið að gera. Það er því lífsnauðsyn fyrir útvarpið, að breytt sé til um starfs- háttu hjá útvarpsráði, og við verð- um að játa, að ekki hafa aðrar til- lögur komið fram skynsamlegri en tillögur Snorra Sigfússonar. — Þá verður enn að minnast á greiðslur til þeirra, sem starfa fyrir útvarpið. Það er ekki aðeins, að laun fastra starfsmanna séu mjög bágborin, og nægir í því sambandi að geta þess, að grunnlaun annars fulltrúa út- varpsráðs eru 500 krónur á mánuði, en sá maður þarf að hafa töluverða Framhald á bls. 384. 000000000000<0<00000<00 RÍKiSÚTVARPiÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun. sem þvj er unnt að veita AÐAT.SKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstióri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra er 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJAEDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998 ÚTVARPSRÁ ÐIÐ (Dagskrástiórnin) hefur yfirst;órn hinn- ar ménningarlegu starfsemi o<t velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við- tals os afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÚTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar eru í hveriu héraði og kaupstað landsins. Simi fréttastofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flvtur auglýsingar og tillcvnn- ingar til landsmanna með skiótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telia útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsinga- sími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgeröastofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og hreytingar viðtækja, veitir leiðbeining- ar fræðslu um not og viðgerðir við- tækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðiífsins; hjartaslög heimsins. IUkisútvarpiS. <>0000000000000000000

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.