Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 373 um lærisveina sinna, án þess að hann sé sýnilegur. Briem heldur enn fast við fyrri kenningu sína um það, að við hefð- um getað haldið áfram sömu notkun stálþráðartækisins og upphaflega., Til þess að skýra á einfaldan hátt í hverju munurinn er fólginn, skal ég taka dæmi: Gunnlaugur Briem starfar í Landsímahúsinu. Hann gengur að jafnaði inn urn aðaldyr þess, er hann fer til vinnu sinnar. Setjum nú svo, að húsvörðurinn bannaði honum að fara þessa leið, en krefðist þess, að hann gengi inn um bakdyrnar, síðan út um aðal- dyrnar og einn hring í kring um hús- ið. Þá fyrst fengi hann að komast til skrifstofu sinnar eftir venjulegri leið. — Þetta er sú aðferð, sem verk- fræðingurinn beitti við okkur. Ég held, að Briem hljóti að vera sammála mér í því, að rétt væri að leita til landsímastjóra og reyna að fá hann til þess að koma vitinu fyrir húsvörðinn. Og jafnt fyrir það, þó að húsvörðurinn væri „tæknifróðari" um stigaþvott og húsvörzlu, heldur en bæði Briem og Hlíðdal. Ef hús- vörðurinn fengist ekki til þess að láta af kenjum sínum, væri bezt að leita honum læknis. Og mætti gjarnan vera sá læknir, sem eitt sinn hafði mikinn hug á að geta talið einn fyrr- verandi heilbrigðismálaráðherra til sjúklinga sinna. Ekki lætur Briem svo lítið, að minnast á grein Magnúsar Jóhanns- sonar, og hefði hann þó átt að geta rætt við hann sem tæknifróðan mann. Hinsvegar fullyrðir hann, að breytingar hafi verið nauðsynlegar á stálvíratæki Magnúsar, og segist hafa talið rétt að bíða „með tilraun- ir til umbóta eftir hinum nýju tækj- um útvarpsins, sem þá voru rétt ókomin“. Enn einu sinni skal full- yrt, að engar breytingar voru nauð- synlegar. Til þess að úr þessu fáist skorið, leyfi ég mér að skora á Briem, að kalla á nokkra tæknifróða menn og blaðamenn og leyfa nú teng- ingu á tæki Magnúsar í þeirra við- urvist. Með því gæfist hlustendum kostur á að heyra efni (gamanvísur) sem útvarpið hafði greitt fyrir, en þeir aldrei heyrt. Þó gæti hann lík- lega sparað sér ómakið, ef hann get- ur lagt fram vottorð frá skrifstofu- stjóra útvarpsráðs um að hann fari með rétt mál, því að Helgi Hjörvar mun manna kunnugastur kjarna málsins og afleiðingum þess. Um stálþráðartæki útvarpsins, sem Briem segir að hafi verið rétt ókom- in, skal það upplýst, að þau voru pöntuð eftir að Magnús hafði fengið sitt og boðið Útvarpinu afnot þess. Þá rumskaði verkfræðingurinn fyrst og keypti þá ónothæft enskt tæki fyrir 10 þús. kr. og annað amerískt, allsæmilegt og miklu ódýrara en hið enska. Enn mun ónotuð allhá upp- hæð af gjaldeyrislefi, sem veitt var frá Bandaríkjunum, til kaupa á stálvírstækjum, því að leyfið hljóð- aði upp á 18 þús. kr., en tæki það sem keypt var, mun kosta um 2 þús. krónur. Verkfræðingurinn heldur, að ég hafi fallið í stafi, er ég sá radíó- bílana frá Norðurlöndum. Það er misskilningur. Það eru aðrir „radíó“- bílar, sem hafa vakið furðu mína og annarra. Hinsvegar vil ég ekki að við íslendingar látum okkur nægja það, að Gunnlaugur Briem hafi séð myndir af slíkum bílum í

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.