Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 415 fölskvalaus samvinna dagskrár- stjórnarinnar og almennings, sem á að njóta starfs hennar. Frú Hamilton segir, að það sé fyrst og fremst á heimilunum, sem menn hlusti á útvarp, jafnvel þó að þeir hafi mörg tækifæri til að hlusta í verksmiðjum, í verkstæðum, í veit- ingahúsum og á öðrum opinberum stöðum. Hún segir einnig, að við samningu dagskrárinnar verði ætíð og allt af að hafa í huga menningar- ástanjd hlustendanna. Hún miðar vit- anlega við brezka útvarpið. Hún upp- lýsir, að af um 36 milljónum hlust- enda, hafi um 750 þúsund stundað háskólanám að einhverju — eða öllu leyti. 650 þúsund hafa notið náms í æðri skólum og 28.750.000 hafi að- eins notið náms í lægri skólum. Þrír fjórðu hlutar hlustendanna hafi hætt öllu skólanámi, þegar þeir urðu 14 ára gamlir. Frú Hamilton segir, að þetta séu ískyggilegar tölur, en þó segir hún, að þetta sé ekki allur sann- leikurinn. Hún vitnar í ummæli skóla- stjóra nokkurs, sem hefur sagt. „Helmingurinn af námsmeyjunum í skóla okkar kemur frá heimilum, þar sem ekki fyrirfinnst ein einasta bók“. Þetta verður maður að taka til at- hugunar þegar verið er að semja dag- skrárnar, segir frúin og þá fyrst og fremst þegar verið er að leita að dag- skrárefni handa þessum milljónum. Hún tekur einnig til meðferðar hina eilífu spurningu um það, hvað fólk vilji helzt hlusta á. Hún tekur ekki mjög alvarlega bréf sem berast til stofnunar hennar. Hún segir, að all- ir þekki síkærendurna, þá sem alltaf eru að finna að, setja út á og kæra, — og í raun og veru sé ekkert mark á þeim takandi. Hún segir, að mjög sjaldan sé hægt að skapa séf rétta hugmynd um hinn raunverulega vilja alls þorra hlustenda af slíkum bréf- um. Að lokum talar frú Hamilton um það, sem gert var að umtalsefni í upphafi þessarar greinar. Stofnun hennar heitir „Department of listen- ers research", (stofnun til rannsókn- ar á skoðunum lilustenda). Þessi stofnun hefur mjög mikla þýðingu þegar unnið er að því að komast að því hvaða hlustendur óska helzt eftir að fá. Hún segir, að milli eins fimta og tveggja fimtu liluta hlustenda- hópsins hlusti daglega á hina svo- kölluðu „léttu dagskrá“. „Þessir hlust endur hafa mjög fáar tómstundir“ segir frúin „og þannig eyða þeir frí- stundum sínum“. Hún vill ekki for- dæma hina léttu dagskrá. Það getur vel verið að hægt sé að bæta hana, segir hún, en það telur hún aðalat- riðið að þessar milljónir hafa þarna fengið efni sem þær áttu ekki kost á áður en útvarpið kom. Iðnaðar- verkamenn áttu ekki kost á neinurn skemmtunum áður en útvarpið kom. Nú hafa þeir fengið kost á að njóta þeirra. Eftir erfiðan dag eignast þessir menn skemmtilegar stundir og hlæja — og um leið lyftast af herð- um þeirra byrðar stritsins. Og þetta hefur mikla þjóðfélagslega þýðingu. Þetta eru aðalatriðin úr greininni í hinu sænska blaði. Hvað getum við lært af þeim? Aðstæðurnar eru ólík- ar. Hér er alþýðumenning á hærra stigi en í Englandi. En þar eru heim- ilin virki, en hér ekki. Hér mun leit- un á því heimili sem ekki á margar bækur. Við samningu dagskrár • er hægt að gera ráð fyrir menntaðri hlustendum, fróðari og fróðleiksfús-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.