Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 419 muni ekki verða síðri en þessir tveir ágætu lesarar. Mér þykir líka vænt um að hann skyldi taka til meðferðar Fornaldaraögur Norðurlanda og þá fyrst Ilrólfs sögu Kraka. Það var sú tíð að maður las Forn- aldarsögurnar og lifði sig inn í cfni þeirra. Það er eins og maður sé nú að heilsa upp á gamla kunningja. Andrés Björnsson er ágætur upplesari. Þar er engin tilgerð eða lestrarhnjótar. En það er eitt sem ég hefði kosið að hann hefði gert betur. Formáli hans var ekki nógu langur og glöggur. Að vísu var hann góður svo langt sem hann náði, en það er eins og Andrési hafi ekki fundist ástæðu til að hafa formálann ýtar- legri. Það var misskilningur hjá honum. Hins vegar vil ég segja honum það, ef hann les þcssar línur að hann sagði margt sem var nýjung fyrir mig og svo mun um fleiri. Hihri lærðu menn mega ekki alltaf halda að allir viti það scm þeir vita. En úr þessu verður ekki bætt úr þessu. Eg vildi aðeins geta þessa vegna framtíðarinnar. AXEL THORSTEINSSON. .7. B. segir ennfremur: „Er það Axel Thorsteinsson, sem er farinn að lcsa, frétt- irnar á kvöldin? Mér heyrist það en er ekki viss um það. Ef svo er, hvað er þá orðið af hinum þulnum? Er hann liættur? Ef það er rétt að Axel Thorsteinsson lcsi frétt- irnar, þá verð ég að segja að ég er ánægð- ur með hann og mér finnst sannarlega að honum hafi farið fram síðan hann las morg- unfréttirnar". ATHUGASEMD. Það er rétt. Axel Thorsteinsson les frétt- irnar núna í veikindaforföllum ltagnars T. Árnasonar. Það er líka rétt að Axel les nú betur handritin enn „punktana" sína í morgunfréttunum. Hann var Hka í sveit í allt sumar og fékk nýtt loft í lungun við heilbrigðan heyskap og önnur sveitastörf. BREYTING Á BYLGJULENGDINNI. Röddum hlustenda hafa borizt allmörg bréf af tilefni breytinganna á bylgjulengd útvarpsins. Það er ástæðulaust að birta öll þessi bréf, en eitt verður tekið. Þetta mál er gert að umtalsefni á öðrum stað í blað- inu að þessu sinni. G. Sveinbjörnsson skrif- ar. „Ég býst við að breytingin á bylgju- lengd útvarpsstöðvarinnar hafi komið yfir fleiri en mig eins og þruma úr heiðsýru lofti. Ég hef ekki getað hlustað á Reykja- vík síðan að breytingin var gerð og ég ef- ast um að ég geti það fyrst um sinn. Gat ekki Ríkisútvarpið haft einhverja aðra að- ferð en þessa í þessu máli. Mér er kunnugt um marga sem ekki hafa getað fengið tækjum sínum breytt og tel ég illa farið þegar þannig er farið. með hlustendur að því er virðist algerlega að ástæðulausu11. Hafið |>ér athugað, að með því að kaupa íslenzkan fatnað — hvort sem það eru frakkar, kápur, skyrtur, undirföt eða annað — fáið þér íigi aðeins notið margra ára reynslu nnlendra fagmanna, sem þekkja smekk fðar, heldur stuðlið þér einnig að inn- lendum iðnaði sem er í örum vexti og ircitir fjölda manns atvinnu. Auk þess sparar þjóðin mikinn gjaldeyri, með því að kauj>a ekki erlenda vinnu á þeim svið- um, þar sem íslenzkur iðnaður er fylli- lega samkeppnisfær. Muniö, að einungis fslendingar þekkja kröfur yðar til fulls pg taka tillit til þeirra. Laugaveg 118. ÚTVARPSVIÐG ERÐASTO F A OHó B. Arnar Klapparstíg 16 Reykjavík annast allskonar viðgerðir á útvarps- tækjum og öðrum skyldum tækjum. Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfskraftar. — Sanngjamt verð. — tO ára reynsla. — Sfmi 2799

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.