Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 18
426 ÚTVARPSTlÐINDI verk. Mún því söngur hans heyrast oft í útvarpinu í vetur. Aðrir kórar munu einnig syngja í útvarpið eftir því sem um semst. Sérstakur þáttur íslenzkrar tónlist- ar mun verða flutt einu sinni í vikú, ýmist ný eða eldri verk, stundum koma fram íslenzkir hljóðfæraleikar- ar eða íslenzk tónskáld í þáttum þess- um, sem munu verða um 15—20 mín- útur í hvert sinn. Verða þessir þættir á föstudögum kl. 21,30. Þá verða fluttir tónlistaþættir við og við með erindum. Verða verk við- komandi tónskálds flutt eins oft og við verður komið í þeirri viku sem þátturinn er fluttur í. Verður stutt ágrip af ævisögu tónskálidsins og skýringar á verkum sem flutt verða. I þessu sambandi má geta þess, að að tónlistarþættir eða fræðsluerindi verða flutt líkt og áður hefur verið og munu þeir Robert Abraham og Jón Þórarinsson flytja þá. Þá hefur Björn Ólafsson fiðluleik- ari verið ráðinn til að spila einu sinni í mánuði á Guaruen fiðlu útvarpsins fyrir hlustendur. Endurtekin tónlist verður áfram eins og verið hefur. Verða verkin leikin á sunnud. kl. 21,30, en endur- tekin á þriðjud. kl. 22,05. Eins og hlustendum er kunnugt, gekkst útvarpið fyrir plötuupptöku í fyrra og heyrðu hlustendur einsöng Einar Kristjánssonar, Elsu Sigfúss og Guðm. Jónssonar, og einnig fiðlu- leik Björns Ólafssonar í jólatónleik- unum síðustu. Síðan hafa bætzt í hópinn Stefán Islandi og Sigurður Skagfield, og mun söngur þeirra heyrast í jóladagskránni í vetur. Verða plötur þessar hertar, þ. e. a. s. búnar til úr varanlegu efni og vænt- aniega hafðar til sölu þegar þar að kemur. Þá munu tónleikar Tónlistarskól- ¥ ans haldast í líku formi og áður hef- ur verið. Útvarpið vill reyna að verða við óskum sem flestra hlustenida. En það sannast ef til vill hvergi betur en hér, að engin getur gert svo öllum líki. En eina ósk mun íslenzka útvarpið aldrei uppfylla: að leggja niður hina beztu tónlist! IHERk BOk ÖNNUR tJTGÁFA af hinni merku bók „Gullöld íslendinga", eftir Jón J. Aðils, er nýlega komin út og er mjög til útgáfunnar vandað í alla staði. Margar myndir í bókinni og æviágrip höfunjdarins fylgir og er það ritað af Jónasi Jónssyni, alþing- ismanni. Þetta er ein af merkustu bókum, sem út hafa komið á þessu hausti, og á erindi til allra er unna sögu þjóðarinnar, en bókin skýrir frá einu athyglisverðasta tímabili Islandssög- unnar, þjóðveldistímanum. Þegar „Gullöld íslendinga" kom út í fyrsta sinn vakti hún mjög mikla athygli, enda var höfundur hennar þekktur og vinsæll fyrirlesari og við- urkendur fræðismaður og ritsnill- ingur. -4-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.